Stakur viðburður

11.12.2018 10:30

Myndaskoðun á ljósmyndasafni Stykkishólms í Amtbókasafninu 12. desember kl. 10

Miðvikudaginn 12. desember kl. 10:00 fer fram næsta myndaskoðun á ljósmyndasafni Stykkishólms í Amtbókasafninu. Búð verður að velja um 20 myndir til að greina. Einnig verða til sýnis myndbrot úr safni Guðmundar Gunnarssonar bílstjóra og myndatökumanns. Myndir Guðmundar voru nýverið afhentar safninu frá ættingjum en eru nú komnar á tölvutækt form, öllum aðgengilegt til skoðunar.