Stakur viðburður

15.09.2018 09:00

Alheimshreinsunardagurinn 15. september

Þann 15. september 2018 mun heimurinn sameinast í stærsta hreinsunarátaki sem jörðin hefur orðið vitni að: World Cleanup Day. Ísland lætur sitt ekki eftir liggja og mun að sjálfsögðu taka þátt. Landvernd, Blái herinn, JCI, Plastlaus september, plokkarar og allir sem hafa áhuga á að búa í hreinum heimi, munu sameina krafta sína og hreinsa fjöll af rusli í tengslum við þennan alheimsviðburð.

Við hvetjum alla til að taka þátt í viðburðinum og hreinsa landið okkar

Facebook síða framtaksins

Frétt um viðburðinn af MBL.is