Stakur viðburður

05.09.2018 18:00

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands 2018

Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum um allt land nú í september. Um er að ræða fjölskylduvænar 60-90 mínútna göngur alla miðvikudaga kl. 18:00 í september. Tilgangurinn er að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Þetta er annað árið í röð sem við stöndum fyrir þessu verkefni og hefur Elísabet Lára Björgvinsdóttir (Ellý) stýrt þessum göngum í Stykkishólmi við góðan róm, og mun hún halda uppteknum hættií ár.

Ferðirnar verða eftirtaldar:

Miðvikudagurinn 5. september.
Grettistak undir hlíðum Kerlingarfjalls. Mæting á bílastæðinu við íþróttahúsið og sameinast í bíla.

Miðvikudagurinn 12. september.
Helgafell – Munkaskörð og áleiðis gamla veginn í fylgd ábúenda á Helgafelli. Mæting á bílastæðinu við íþróttahúsið og sameinast í bíla.

Miðvikudagurinn 19. september.
Þingvellir – gengið um jörðina í fylgd Hrafnhildar frá Þingvöllum. Mæting á bílastæðinu við íþróttahúsið og sameinast í bíla.

Miðvikudagurinn 26. september.
Nýræktarhringur niður að Þröskuldum. Mæting á bílastæðinu við tjaldstæðið þar sem gangan hefst.