Viðburðir

Félagsvist í Setrinu

08.04.2018 -

Félagsvist í Setrinu kl. 15:30 þann 8. apríl n.k.


Kynningarfundur um heilsueflingu eldri aldurshópa (65+)

16.05.2018 -

Stykkishólmsbær býður til kynningarfundar um heilsueflingu eldri aldurshópa í samstarfi við Janus heilsueflingu.


Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands 2018

05.09.2018 -

Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum um allt land nú í september. Um er að ræða fjölskylduvænar 60-90 mínútna göngur alla miðvikudaga kl. 18:00 í september. Tilgangurinn er að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.


Skartgripagerð fyrir eldri borgara

04.10.2018 -

Minnum á skartgripagerð fyrir eldri borgara með Gretu gullsmið í dag fimmtudaginn 4.okt kl. 14:30 í smíðastofu Grunnskólans.


Byggðaráðstefna haldin 16.-17. október 2018 í Stykkishólmi

16.10.2018 -

Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman?


Myndaskoðun á ljósmyndasafni Stykkishólms í Amtbókasafninu 12. desember kl. 10

11.12.2018 -

Miðvikudaginn 12. desember kl. 10:00 fer fram næsta myndaskoðun á ljósmyndasafni Stykkishólms í Amtbókasafninu.


Kynning fyrir starfandi fyrirtæki í öllum starfsgreinum í Stykkishólmi 15. febrúar 2019

10.02.2019 -

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi mun halda fund kl. 10:00 föstudaginn 15. febrúar í Stykkishólmi til að kynna verkefnið „Bættur rekstur – Betri afkoma" til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi 2019. Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands og verður unnið í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf. Vakin er athygli á því að verkefnið "Bættur rekstur – Betri afkoma" í starfandi fyrirtækjum nær til starfandi fyrirtækja í öllum starfsgreinum og eru forsvarsmenn fyrirtækja hvattir til að mæta og kynna sér hvort verkefnið geti falið í sér tækifæri fyrir viðkomandi fyrirtæki.


Viðvera atvinnuráðgjafa í Stykkishólmi

12.02.2019 -

Margrét Björk, atvinnuráðgjafi SSV, verður á skrifstofu Stykkishólmsbæjar miðvikudaginn 13. febrúar n.k. kl. 10.00 – 12.00.


373. fundur bæjarstjórnar

21.02.2019 -

Fundur bæjarstjórnar nr. 373 verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar n.k. kl. 17:00