TilkynningarNanna Guðmundsdóttir ráðin í starf forstöðumanns Amtsbókasafnsins

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær, 6. júlí, að ráða Nönnu Guðmundsdóttur í starf forstöðumanns Amtsbókasafnsins. Nanna er þrítug og hefur lokið BA gráðu í ÞJóðfræði og MLIS gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Hún mun hefja störf hjá Stykkishólmsbæ í haust.... lesa meira
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í félagslega heimaþjónustu á Snæfellsnesi

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í félagslega heimaþjónustu á Snæfellsnesi. • Um er að ræða þjónustu við heimili á svæðinu. • Laun skv. kjarasamningi sveitarfélaganna og SDS • Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst, góð íslenskukunnátta skilyrði. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2017... lesa meira22.maí árið 1987: Stykkishólmur fær bæjarréttindi og fyrsta skóflustungan tekin að byggingu Íþróttamiðstöðvar

Það var mikið um að vera í Stykkishólmi 22.maí árið 1987. Þann dag tók þáverandi menntamálaráðherra Sverrir Hermannsson fyrstu skóflustunguna að Íþróttamiðstöðinni og afhenti jafnframt þáverandi sveitarstjóra Sturlu Böðvarssyni samning sem hafði verið gerður milli menntamálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Stykkishólmsbæjar um framlag ríkissjóðs til byggingarinnar. Þessi samningur skipti bæinn miklu máli og það hafði tekið langan tíma að koma á samningi og tryggja fjármuni til verksins. Til þess að tryggja framvindu framkvæmdanna veitti Búnaðarbankinn lán gegn veði í samningnum. Það tók tæp þrjú ár að fullgera Íþróttahúsið. ... lesa meira