Stök tilkynning

Alþjóðlegt átak um söfnun og endurvinnslu raftækja

Dagana 8. til 14. október fer fram alþjóðlegt átak í söfnun raftækja en ljóst er að þau skila sér í allt of litlu mæli til endurvinnslu.

Laugardaginn 13. október verður sérstakur átaksdagur þar sem fólk er hvatt til að koma með raftæki í endurvinnslu og framvegis verður um alþjóðlegan árlegan viðburð að ræða.

Ástæða þess að blásið er til átaks í söfnun er sú að rafeinda- og raftæki eru að skila sér í alltof litlum mæli inn til endurvinnslu. Um er að ræða tæki sem oft má endurnýta með einhverjum hætti eða setja þau í endurvinnslu. Dýrmætar auðlindir, svo sem eðalmálmar eins og gull, er mjög æskilegt að ná í og endurnýta við framleiðslu nýrra raftækja.

Á Gámastöðinni Snoppu er hægt að koma með raftæki, stór og smá, en þaðan er þeim komið í frekari endurvinnslu.
Gámastöðin er opin frá kl. 16.00 til 18.00 mánudaga til föstudaga og frá kl. 11.00 til 14.00 á laugardögum.