Stök tilkynning

Álagningarseðlar fasteignagjalda aðgengilegir í íbúagátt

Við vekjum athygli á því að álagningarseðlar fasteignagjalda eru aðgengilegir í íbúagátt Stykkishólmsbæjar.

Hér á eftir fylgja einfaldar leiðbeiningar um það hvernig hafa skuli upp á þeim.

Til að komast inn á íbúagáttina þarf eigandi fasteignar að skrá sig inn með því að smella á flipann lengt til hægri á stikunni efst á heimasíðu Stykksihólmsbæjar (sjá mynd):

Þar þarf að skrá sig inn með Íslykli (smelltu hér til að panta Íslykil). Þegar inn á íbúagáttina er komið þarf að velja flipann sem merktur er álagningarseðlar (sjá mynd):

Þar eiga álagningarseðlar þeirra eigna er skráðar eru á viðkomandi kennitölu að vera aðgengilegir.

 

Komi upp einhverjar spurningar varðandi álagningaseðla eða annað er varðar íbúagáttina má beina þeim á netfangið stykkisholmur@stykkisholmur.is.