Stök tilkynning

Til þeirra sem fengu úthlutað lóðum í Víkurhverfi

Til þeirra sem fengu úthlutað lóðum í Víkurhverfi.

 

Á fundi bæjarstjórnar 16.febrúar 2017 var staðfest úthlutun nokkurra lóða við Sundvík, Móvík, Imbuvík og Daddavík. Stefnt er að því að leggja götur á svæðinu þegar ákveðnum fjölda lóða hefur verið úthlutað.

 

Á næstunni verður auglýst úthlutun lausra lóða við Vatnavík, Sundvík,  Móvík, Imbuvík og Daddavík. Um leið og vakin er athygli á lausum lóðum er óskað eftir að þeir sem fengu úthlutað lóðum staðfesti skriflega að þeir vilji hefja framkvæmdir á næsta ári og muni leggja inn teikningar af fyrirhuguðum byggingum eða staðfesti með greiðslu inn á byggingarleyfis-og gatnagerðargjöld

 

Virðingarfyllst,

Sturla Böðvarsson,

Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar