Stök tilkynning

Tilkynning frá bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar

Vegna fjarveru Guðmundar Kristinssonar slökkviliðsstjóra er hér með tilkynnt að Álfgeir Marinósson  Álfgeirsvöllum Helgafellssveit hefur verið settur slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Stykkishólms og nágrennis frá og með 1.nóvember 2017. Jafnframt hefur Einar Þór Strand Hjallatanga 6 Stykkishólmi verið settur varaslökkviliðsstjóri frá sama tíma.

Þetta tilkynnist hér með  um leið og þeim er óskað velfarnaðar í vandasömum störfum í þágu samfélagsins.

Virðingarfyllst,

Sturla Böðvarsson

Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar