Stök tilkynning

Ljósmyndasafn Stykkishólms - ljósmyndasýning

Í tilefni þess að 30 ár eru síðan Stykkishólmur fékk kaupstaðarréttindi, kallar ljósmyndasafnið eftir ljósmyndum úr bæjarlífinu frá árunum 1987 til 2017.

Ljósmyndirnar mega til dæmis vera frá íþróttastarfi, leik- og grunnskólanum, sjómannadeginum, 17. júní, Dönskum dögum, menningarviðburðum og fleiru.

Stafrænar ljósmyndir er hægt að senda á amtsty@stykkisholmur.is.

Ljósmyndir má einnig koma með í afgreiðslu Ráðhússins, þar sem þær verða skannaðar.

Frestur til að skila inn ljósmyndum er til 10. nóvember 2017.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og Stykkishólmsbæ.

Ljósmyndirnar verða á sýningu sem opnuð verður við vígslu hins nýja Amtsbókasafns í Stykkishólmi.