Stök tilkynning

Sigurbjartur Loftsson lætur af störfum

Fimmtudaginn 31. Ágúst s.l. lét Sigurbjartur Loftsson af störfum sem skipulags- og byggingarfulltrúi Stykkishólmsbæjar.

Í nafni bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar vill undirritaður þakka honum fyrir vel unnin störf í þágu bæjarins og jafnframt óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri