Stök tilkynning

Fréttatilkynning - Einar Júlíusson ráðinn í stöðu yfirmanns tæknideildar Stykkishólmsbæjar

Á fundi bæjarráðs Stykkishólmsbæjar í dag var samþykkt að ráða  Einar Júlíusson byggingatæknifræðing og fyrrverandi byggingarfulltrúa í Reykjanesbæ í stöðu yfirmanns tæknideildar Stykkishólmsbæjar sem jafnframt gegnir stöðu skipulags og byggingarfulltrúa.

Það sóttu þrír  um stöðuna  og einn umsækjandi sem var tilbúinn til þess gegna hluta starfsins. Tveir umsækjenda  drógu umsókn sína til baka við lok umsóknarfrests.

Einar Júlíusson er boðinn velkominn til starfa og mun hann taka við starfinu 1.september n.k.

 

Stykkishólmi, 30.ágúst 2017

Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar