Stök tilkynning

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi, nýtt deiliskipulag og breyting á deiliskipulagi

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002 – 2022.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 27.04.2017 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 samkvæmt 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Reitarvegur - Breyting á aðalskipulagi.

Markmið skipulagsbreytinga er að þétta hverfið inn á við með því að stækka íbúðarhluta og rýmka heimildir til fjölbreyttra notkunar á athafnarsvæði. Litið er svo á að breyting á athafnarsvæði samræmist stefnu aðalskipulags um að nýta svæði betur og nota deiliskipulag til þess. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið en tillaga að deiliskipulagi verður auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi. Breyting á íbúðarsvæði samræmist markmiðum aðalskipulags að því leyti að byggt er inn í bæinn og eyður fylltar. Byggingar verða í þeim mælikvarða sem fellur að þeirri byggð sem fyrir er.

Aðalskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á opnunartíma milli klukkan 10-15 frá 16. ágúst 2017 til 28. september 2017 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér aðalskipulagsbreytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 7, 340 Stykkishólmur í síðasta lagi 28. september 2017.

LINKUR

___________________________________________________________________________________________________________________________

Auglýsing um nýtt deiliskipulag við Reitarveg – Stykkishólmsbær.

 Bæjarráð Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 11. júní 2017 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu samkvæmt 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi 2002-2022.

 Markmið skipulagsins og skilmála þess er að leggja grunn að fögru og vel byggðu umhverfi í góðum tengslum við strandlengjuna, til prýði fyrir bæinn. Skipulagið miðar einnig að því að skapa aðstöðu fyrir atvinnustarfsemi og íbúðabyggingar. Með fögru umhverfi og góðri aðkomu er kominn grundvöllur að fjölskrúðugu mannlífi. Þessi markmið nást ekki með skipulaginu einu saman, heldur mun framkvæmd þess, bæði af hálfu lóðarhafanna og sveitarfélagsins ráða mestu um hversu vel tekst til. Í skipulaginu er leitast við að raða byggingum og gefa þeim form, þannig að þau myndi samræmda byggingamassa, heillegar götumyndir, götu- og garðrými.

 Deiliskipulagstillagan og greinagerð verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á opnunartíma milli klukkan 10-15 frá 16. ágúst 2017 til 28. september 2017 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 7, 340 Stykkishólmur í síðasta lagi 28. september 2017.

LINKUR-I

LINKUR-II

 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi  - Víkurhverfi.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi  22. júní 2017 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi  samkvæmt  1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið þessarar deiliskipulagsbreytingar er á suðvesturhluta deiliskipulagsins er lóðum og byggingarreitum breytt þar sem komið er fyrir par- og raðhúsum í stað einbýlishúsa. Götur breytast ekki en komið er fyrir hringtorgi við enda botnlangans. Um miðbik skipulagssvæðisins er heimilaður aukin fjöldi íbúða á byggingarreitum en lóðir og götur eru óbreyttar. Fjölgun íbúða á svæðinu öllu getur að hámarki orðið 27 íbúðir. Nýtingarhlutfall lóða hækkar lítillega frá gildandi deiliskipulagi. Á þrem stöðum er lóðarmörkum breytt til að rýma betur fyrir göngustíg með ströndinni. Á uppdrætti stendur nú við hverja lóð hve margar íbúðir er heimilt að byggja á lóðinni.

 Deiliskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma milli klukkan 10-15, frá 16. ágúst 2017 til 28. september 2017 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, í síðasta lagi 28. september 2017.

LINKUR

 Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi.