Skólar

 

Stykkishólmsbær rekur leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla skv. lögum og reglum þar að lútandi.

Vefsíður skólanna:

Hér má finna eyðublað fyrir grunnskólanám utan lögheimilissveitarfélags

Stykkishólmsbær rekur námsver í gömlu flugstöðinni. S.l. ár hafa nemendur Háskóla Íslands, Háskóla Akureyrar og Háskólans á Bifröst, búsettir í Stykkishólmi og nágrenni, nýtt sér aðstöðuna í háskólanámi. Aðstaðan býður upp á móttöku kennslustunda í rauntíma frá HÍ og HA þar sem nemandi staddur í Stykkishólmi tekur einnig þátt í kennslustundum. Auk þess er einnig hægt að senda kennslustundir frá Stykkishólmi á sömu staði. Upplýsingar um námsver veitir starfsfólk bæjarskrifstofunnar í Stykkishólmi.
 

Fjölbrautarskóli Snæfellinga er staðsettur í Grundarfirði en sveitarfélögin á Snæfellsnesi í nafni Jeratúns ehf eiga og reka húsnæði skólans.

Skóla- og félagsþjónusta Snæfellinga er rekin af sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi er einnig staðsett í Stykkishólmi.

Heimferð brúðuleikhús í Stykkishólmi

​ATH: Sýningum hefur verið aflýst vegna veikinda í leikarahóp. Brúðuleiksýningin Heimferð er nú á ferð um landið. Farandsýningin verður í Stykkishólmi föstudaginn, 10. júní nk. Brúðuleikhúsið Handbendi stendur fyrir sýningunni en Heimferð er ör-leikhússupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu. ... lesa meiraHjólað í vinnuna 2022

Vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2022 hófst í tuttugasta sinn nú í dag, en að þessu sinni fer keppnin fram frá 4. - 24. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 20. apríl. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 24. maí. Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn ljúfi og ávalt mikilvægat að huga vel að heilsunni og sinni daglegu hreyfingu.... lesa meiraUmferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar samþykkt

Í umhverfisgöngum bæjarstjóra sem hófust árið 2019 kom fram ákall um bætt umferðaröryggi í Stykkishólmi. Áður hafði verið bent á það á fundum skóla- og fræðslunefndar að rýna þyrfti þetta málefni sérstaklega m.t.t. umferðaröryggis á skólasvæðum. Frá þeim tíma hefur verið unnið markvisst að því að bæta öryggi og samgöngur gangandi vegfarenda í Stykkishólmi, m.a. með bættum göngu- og tengistígum víðsvegar um bæinn. ... lesa meira


Framtíð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Starfshópurinn leggur til aðgerðaáætlun þar sem tíundaðar eru 45 aðgerðir til að efla þjónustu við aldraða. Hópurinn leggur m.a. til að húsnæði að Skólastíg 14 verði nýtt sem þjónustukjarni fyrir eldra fólk, þar verði hannaðar íbúðir á efri og neðri hæð ásamt því að á neðri hæð verði sameiginlegt rými notað sem þjónustumiðstöð eldri borgara.... lesa meira

Júlíana - hátíð sögu og bóka fer fram um helgina

Júlíana - hátíð sögu og bóka fer fram í Stykkishólmi komandi helgi, dagana 24.-26. mars. Dagskrá hátíðarinnar er hlaðin fjölda áhugaverðra viðburða og má gera ráð fyrir iðandi mannlífi í bænum um helgina. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Einar Kárason rithöfundur og sagnaskáld, Bergsveinn Birgisson rithöfundur og doktor í norrænum fræðum, Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur, Anna Melsteð þjóðfræðingur, nemendur Grunnskólans í Stykkishólmi, Litla Lúðrasveitin, Svenni Davíðs og Söngsveitir Blær svo fátt eitt sé nefnt.... lesa meiraNótan 2022 í Stykkishólmskirkju

Nótan uppskeruhátíð tónlistarskóla fer fram næstu helgi á fimm svæðistónleikum um landið. Tilgangur uppskeruhátíðarinnar er að beina kastljósinu að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemenda. Tónleikar fyrir Vesturland og Vestfirði verða haldnir í Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. mars kl. 14:00. Allir eru velkomnir á tónleikana og aðgangur er ókeypis.... lesa meiraFjölgun smita hefur áhrif á skólastarf

Í gær, mánudaginn 21. febrúar, voru rétt tæplega 60 manns í einangrun í Stykkishólmi. Staðan hefur haft áhrif á starf leik- og grunnskóla en 18 starfsmenn eru frá vinnu í leikskólanum í dag vegna smita. Stjórnendur leikskóla biðla til foreldra og forráðamanna að fylgjast vel með tilkynningum, jafnframt eru þau sem geta beðin um að halda börnum heima til að létta undir.... lesa meira
Lífshlaupið hefst 2. febrúar

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.... lesa meiraStaðan í Stykkishólmi vegna COVID-19 - mánudagur

Samkvæmt upplýsingum umdæmislæknis sóttvarna í dag, mánudag, eru nú 14 íbúar í einangrun með virk smit og 86 í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni. Flest börn í 6. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi eru í sóttkví en meiri hluti barna í 5. og 7. bekk eru í smitgát. Umtalsverður fjöldi þeirra sem eru í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni eru fullorðnir.... lesa meiraLausar stöður í leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður leikskólakennara frá 1. mars 2022. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum.... lesa meiraJólalest frestað vegna nýsmits

Tekin hefur verið sú varúðarráðstöfun að fresta jólalest Tónlistarskóla Stykkishólms sem til stóð að aka um bæinn í dag, 8. desember, sökum þess að upp hefur komið eitt covidsmit í Stykkishólmi. Er það gert til þess að gæta fyllstu varúðar. Fólk er beðið um að vera meðvitað um stöðuna og efla sínar persónubundnu sóttvarnir. ... lesa meira


Jólalest Tónlistarskóla Stykkishólms á ferðinni

Jólalest Tónlistarskóla Stykkishólms ekur um bæinn á milli kl. 18 og 19 miðvikudaginn 8. desember og spilar á völdum stöðum til að gleðja gesti og gangandi með jólatónlist. Með í för verða jólasveinar með jólasleðann góða sem þeir afhentu bæjarbúum fyrir síðustu jól en nú er kominn tími til að koma honum fyrir á góðum stað til að gleðja bæjarbúa.... lesa meira


Hrekkjavaka haldin í Hólminum

Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur fyrir hrekkjavökugöngu og böllum fyrir nemendur grunnskólans fimmtudaginn 28. október. Gangan fer frá Grunnskólanum kl. 18:00 og verður gengið í hús á milli 18 og 19 þar sem börn safna sér nammi, eins og þekkt er. Gengið verður út frá þeirri reglu að banka megi uppá þar sem hús hafa verið skreytt í tilefni Hrekkjavökunnar.... lesa meira


Útivist með börnum og góð áhrif nátttúrunnar í leik og starfi

Síðastliðinn sunnudag, 26. september, hélt Hjalti Hrafn Hafþórsson fyrirlestur í ljósmyndasal Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi undir yfirskriftinn útivist með börnum og góð áhrif nátttúrunnar í leik og starfi. Fyrirlesturinn var haldinn sem liður í dagskrá Heilsudaga í Hólminum og var hann tekinn upp og gerður aðgengilegur á YouTuberás Stykkishólmsbæjar.... lesa meira3. bekkur heimsótti bæjarstjóra í Ráðhúsið

Nemendur 3. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi heimsótti bæjarstjórann í dag, fimmtudag, í Ráðhúsið. Í tilefni af gönguátaki skólanna fóru nemendur í umhverfisgöngu um Stykkishólm og punktuðu niður hvað mætti betur fara í umhverfinu. Í kjölfarið óskuðu þau eftir fundi með bæjarstjóra og komu svo færandi hendi með athugasemdir á blaði fyrir bæjarstjóra.... lesa meira


Sumarlestur Amtsbókasafnsins er hafinn

Árlegur sumarlestur Amtsbókasafnins er farinn af stað og verður í allt sumar. Í ár verður boðið upp á sumarlestur fyrir börn og fullorðna. Ungir lesendur geta bætt einum miða í bókaorminn í barnadeildinni fyrir hverja bók sem þeir lesa. Í hverjum mánuði er dreginn út einn heppinn lesandi sem fær verðlaun. Í lok sumars fá allir sem taka þátt í sumarlestrinum glaðningin auk þess sem sá eða sú sem á flesta miða í orminum fær vegleg verðlaun.... lesa meira

Samrekstur grunnskóla og tónlistarskóla frá og með skólaárinu 2021-2022

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær breytingar sem fela í sér samrekstur grunnskóla og tónlistarskóla Stykkishólmsbæjar frá og með skólaárinu 2021-2022, en markmið þessara breytinga er fyrst og fremst að auka mátt tónlistar í sveitarfélaginu með því að auka svigrúm til faglegrar stjórnunar og ríkari kennsluskyldu sem byggi undir gæði náms og möguleika til kennslu, sem og flæði tónlistarskóla eða tónlistanáms í grunnskólanum. Þá styður breytingin jafnframt við framtíðaráform Stykkishólmsbæjar um stækkun grunnskólans og byggingar tónlistarskóla við grunnskólann.... lesa meira


Ókeypis bókasafnskort

Nú um áramótin gekk sú breyting í gildi að aðild að Amtsbókasafninu í Stykkishólmi var gerð ókeypis. Nú geta því allir nýtt sér allan safnkost Amtsbókasafnsins án þess að draga upp veskið. Á bókasafninu er veitt fjölbreytt þjónusta. Auk þess að lána út bækur og tímarit eru til útláns DVD diskar, kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir. Nýverið var auk þess tekið upp á því að lána út borðspil. Amtsbókasafnið er auk þess aðili að Rafbókasafninu.... lesa meiraÁramótin í Stykkishólmi

Vert er að minna bæjarbúa á að í samráði við lögreglu hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa áramóta- og þrettándabrennum í ár í samræmi við sóttvarnareglur. Veðrið leikur hinsvegar við okkur þessa dagana og eru áframhaldandi horfur á heppilegu veðri til útivistar næstu daga. Því er um að gera að njóta veðursins og bregða sér í göngu eða út að leika með börnunum. Á gamlársdag er svo útlit fyrir hægan vind og bjart veður víða á landinu, en þó eru líkur á lítilsháttar skúrum eða éljum um landið vestanvert.... lesa meiraLaus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi

Auglýst er laus til umsóknar 50% tímabundin staða forfallakennara​. ​Í Grunnskólanum í Stykkishólmi eru 150 nemendur. Gleði – samvinna – sjálfstæði eru einkunnarorð skólans og störfum við eftir Uppeldi til ábyrgðar. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að efla starfið enn frekar í þeim anda. Stykkishólmsbær eða „Bærinn við eyjarnar“ er 1200 manna bær á Snæfellsnesi með fallega náttúru og öflugt mannlíf. Í Stykkishólmi er vottað heilsueflandi vatn í sundlauginni.​... lesa meiraAuglýst eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð

Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð. Skólaráð sinnir því hlutverki að vera samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Ráðið er skipað níu einstaklingum, til tveggja ára í senn, og saman stendur af tveimur kennurum, starfsmanni skóla, tveimur nemendum, tveimur foreldrum, skólastjóra og fulltrúa grenndarsamfélags.... lesa meira
Svipmyndir úr útikennslu

Í morgunhúmi í janúar staulast röð af börnum í gulum vestum með kennurunum sínum í gegnum skaflanna á leið frá leikskólanum og upp í Nýrækt, eða í skóginn eins og þau orða það. Sum ganga á hlið eða afturábak, „ með rassinn út í vindinn”, til að skýla andlitinu fyrir skafrenningnum, en þó eru öll glöð og brosandi. Maður lætur ekki veðrið á sig fá þegar maður er á leiðinni í ævintýri.... lesa meira
Lausar stöður við Leikskólann í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður frá og með 10. ágúst 2020 Um er að ræða þrjár 100% stöður leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslenskukunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum. ... lesa meira


Haustfrí á Amtsbókasafninu

Á morgun, miðvikudaginn 6. nóvember, hefst vetrarfrí í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Kennsla hefst svo aftur þriðjudaginn 12. nóvember. Nóg verður við að vera í Amtsbókasafninu á meðan vetrarfríi stendur. Alla dagana verður börnum boðið að spila, lita, leika við bangsa og skoða bækur. Auk þess er alltaf heitt á könnunni. ... lesa meira


Fréttabréf Tónó komið út

Fréttabréf Tónlistarskóla Stykkishólms fyrir októbermánuð er komið út. En þar er að finna yfirlit yfir tónleikahald í haust auk helstu frétta frá Tónlistarskólanum. Þar kemur m.a. fram að nokkur ný hljóðfæri hafi verið keypt á dögunum, þar á meðal tveir vandaðir gítarar, tvö ukulele, þverflautur, túba og rafmagnspíanó ætlað til útleigu.... lesa meiraNýir starfsmenn í leikskólanum

Nú í byrjun skólaársins hófu tveir nýir starfsmenn störf í leikskólanum, Monika Kiersznowska á Bakka og Snæbjört Sandra Gestsdóttir á Ási. Í byrjun september mun Petrea Mjöll Elfarsdóttir hefja störf á Nesi en fram að því mun Hjalti verða þar en hann er svo á leið í leyfi fram að áramótum. Sóley hefur flutt frá Bakka yfir á Nes. Sigrún tekur aftur við leikskólastjórastöðunni 1. september eftir árs námsleyfi. Berglind Ósk mun þá fara í stöðu sérkennslustjóra og Elísabet Lára aftur í stöðu aðstoðarleikskólastjóra með einhverja viðveru inni á deildum. Nanna og Hulda koma aftur inn 1. október eftir leyfi. Leikskólinn telst því fullmannaður fyrir veturinn og hafa fyrstu dagarnir í aðlögunum á milli deilda gengið ljómandi vel 😊 Aðlögun nýrra nemenda hefst svo þriðjudaginn 20. ágúst en lokað er vegna skipulagsdags mánudaginn 19. ágúst en þá verða starfsmenn m.a. á námskeiði. ... lesa meira


Vinnudagur á leikskólalóðinni - myndir

Vaskur hópur foreldra og starfsmanna með Siggu Lóu í verkstjórn og Jón Beck aðalreddara réðst í ýmis verkefni á leikskólalóðinni síðdegis í gær, miðvikudaginn 19. júní. Hafist var handa kl. 17 og endað í grilli tveimur tímum síðar. Á meðal verkefna dagsins var þessi pallur við útieldhúsið okkar sem sést hér á meðfylgjandi mynd, en strax í morgun voru börnin komin þar í leik. Þetta var reglulega skemmtilegt og gaman að sjá hvað allir demdu sér í verkin af miklu frumkvæði og fundu góðar lausnir. Myndir eru komnar inn á heimasíðuna.... lesa meira