Skólar

 

Stykkishólmsbær rekur leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla skv. lögum og reglum þar að lútandi.

Vefsíður skólanna:

Stykkishólmsbær rekur námsver í gömlu flugstöðinni. S.l. ár hafa nemendur Háskóla Íslands, Háskóla Akureyrar og Háskólans á Bifröst, búsettir í Stykkishólmi og nágrenni, nýtt sér aðstöðuna í háskólanámi. Aðstaðan býður upp á móttöku kennslustunda í rauntíma frá HÍ og HA þar sem nemandi staddur í Stykkishólmi tekur einnig þátt í kennslustundum. Auk þess er einnig hægt að senda kennslustundir frá Stykkishólmi á sömu staði. Upplýsingar um námsver veitir starfsfólk bæjarskrifstofunnar í Stykkishólmi.
 

Fjölbrautarskóli Snæfellinga er staðsettur í Grundarfirði en sveitarfélögin á Snæfellsnesi í nafni Jeratúns ehf eiga og reka húsnæði skólans.

Skóla- og félagsþjónusta Snæfellinga er rekin af sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi er einnig staðsett í Stykkishólmi.Hrekkjavaka haldin í Hólminum

Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur fyrir hrekkjavökugöngu og böllum fyrir nemendur grunnskólans fimmtudaginn 28. október. Gangan fer frá Grunnskólanum kl. 18:00 og verður gengið í hús á milli 18 og 19 þar sem börn safna sér nammi, eins og þekkt er. Gengið verður út frá þeirri reglu að banka megi uppá þar sem hús hafa verið skreytt í tilefni Hrekkjavökunnar.... lesa meira


Útivist með börnum og góð áhrif nátttúrunnar í leik og starfi

Síðastliðinn sunnudag, 26. september, hélt Hjalti Hrafn Hafþórsson fyrirlestur í ljósmyndasal Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi undir yfirskriftinn útivist með börnum og góð áhrif nátttúrunnar í leik og starfi. Fyrirlesturinn var haldinn sem liður í dagskrá Heilsudaga í Hólminum og var hann tekinn upp og gerður aðgengilegur á YouTuberás Stykkishólmsbæjar.... lesa meira3. bekkur heimsótti bæjarstjóra í Ráðhúsið

Nemendur 3. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi heimsótti bæjarstjórann í dag, fimmtudag, í Ráðhúsið. Í tilefni af gönguátaki skólanna fóru nemendur í umhverfisgöngu um Stykkishólm og punktuðu niður hvað mætti betur fara í umhverfinu. Í kjölfarið óskuðu þau eftir fundi með bæjarstjóra og komu svo færandi hendi með athugasemdir á blaði fyrir bæjarstjóra.... lesa meira


Sumarlestur Amtsbókasafnsins er hafinn

Árlegur sumarlestur Amtsbókasafnins er farinn af stað og verður í allt sumar. Í ár verður boðið upp á sumarlestur fyrir börn og fullorðna. Ungir lesendur geta bætt einum miða í bókaorminn í barnadeildinni fyrir hverja bók sem þeir lesa. Í hverjum mánuði er dreginn út einn heppinn lesandi sem fær verðlaun. Í lok sumars fá allir sem taka þátt í sumarlestrinum glaðningin auk þess sem sá eða sú sem á flesta miða í orminum fær vegleg verðlaun.... lesa meira

Samrekstur grunnskóla og tónlistarskóla frá og með skólaárinu 2021-2022

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær breytingar sem fela í sér samrekstur grunnskóla og tónlistarskóla Stykkishólmsbæjar frá og með skólaárinu 2021-2022, en markmið þessara breytinga er fyrst og fremst að auka mátt tónlistar í sveitarfélaginu með því að auka svigrúm til faglegrar stjórnunar og ríkari kennsluskyldu sem byggi undir gæði náms og möguleika til kennslu, sem og flæði tónlistarskóla eða tónlistanáms í grunnskólanum. Þá styður breytingin jafnframt við framtíðaráform Stykkishólmsbæjar um stækkun grunnskólans og byggingar tónlistarskóla við grunnskólann.... lesa meira


Ókeypis bókasafnskort

Nú um áramótin gekk sú breyting í gildi að aðild að Amtsbókasafninu í Stykkishólmi var gerð ókeypis. Nú geta því allir nýtt sér allan safnkost Amtsbókasafnsins án þess að draga upp veskið. Á bókasafninu er veitt fjölbreytt þjónusta. Auk þess að lána út bækur og tímarit eru til útláns DVD diskar, kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir. Nýverið var auk þess tekið upp á því að lána út borðspil. Amtsbókasafnið er auk þess aðili að Rafbókasafninu.... lesa meiraÁramótin í Stykkishólmi

Vert er að minna bæjarbúa á að í samráði við lögreglu hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa áramóta- og þrettándabrennum í ár í samræmi við sóttvarnareglur. Veðrið leikur hinsvegar við okkur þessa dagana og eru áframhaldandi horfur á heppilegu veðri til útivistar næstu daga. Því er um að gera að njóta veðursins og bregða sér í göngu eða út að leika með börnunum. Á gamlársdag er svo útlit fyrir hægan vind og bjart veður víða á landinu, en þó eru líkur á lítilsháttar skúrum eða éljum um landið vestanvert.... lesa meiraLaus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi

Auglýst er laus til umsóknar 50% tímabundin staða forfallakennara​. ​Í Grunnskólanum í Stykkishólmi eru 150 nemendur. Gleði – samvinna – sjálfstæði eru einkunnarorð skólans og störfum við eftir Uppeldi til ábyrgðar. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að efla starfið enn frekar í þeim anda. Stykkishólmsbær eða „Bærinn við eyjarnar“ er 1200 manna bær á Snæfellsnesi með fallega náttúru og öflugt mannlíf. Í Stykkishólmi er vottað heilsueflandi vatn í sundlauginni.​... lesa meiraAuglýst eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð

Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð. Skólaráð sinnir því hlutverki að vera samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Ráðið er skipað níu einstaklingum, til tveggja ára í senn, og saman stendur af tveimur kennurum, starfsmanni skóla, tveimur nemendum, tveimur foreldrum, skólastjóra og fulltrúa grenndarsamfélags.... lesa meira
Svipmyndir úr útikennslu

Í morgunhúmi í janúar staulast röð af börnum í gulum vestum með kennurunum sínum í gegnum skaflanna á leið frá leikskólanum og upp í Nýrækt, eða í skóginn eins og þau orða það. Sum ganga á hlið eða afturábak, „ með rassinn út í vindinn”, til að skýla andlitinu fyrir skafrenningnum, en þó eru öll glöð og brosandi. Maður lætur ekki veðrið á sig fá þegar maður er á leiðinni í ævintýri.... lesa meira
Lausar stöður við Leikskólann í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður frá og með 10. ágúst 2020 Um er að ræða þrjár 100% stöður leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslenskukunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum. ... lesa meira


Haustfrí á Amtsbókasafninu

Á morgun, miðvikudaginn 6. nóvember, hefst vetrarfrí í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Kennsla hefst svo aftur þriðjudaginn 12. nóvember. Nóg verður við að vera í Amtsbókasafninu á meðan vetrarfríi stendur. Alla dagana verður börnum boðið að spila, lita, leika við bangsa og skoða bækur. Auk þess er alltaf heitt á könnunni. ... lesa meira


Fréttabréf Tónó komið út

Fréttabréf Tónlistarskóla Stykkishólms fyrir októbermánuð er komið út. En þar er að finna yfirlit yfir tónleikahald í haust auk helstu frétta frá Tónlistarskólanum. Þar kemur m.a. fram að nokkur ný hljóðfæri hafi verið keypt á dögunum, þar á meðal tveir vandaðir gítarar, tvö ukulele, þverflautur, túba og rafmagnspíanó ætlað til útleigu.... lesa meiraNýir starfsmenn í leikskólanum

Nú í byrjun skólaársins hófu tveir nýir starfsmenn störf í leikskólanum, Monika Kiersznowska á Bakka og Snæbjört Sandra Gestsdóttir á Ási. Í byrjun september mun Petrea Mjöll Elfarsdóttir hefja störf á Nesi en fram að því mun Hjalti verða þar en hann er svo á leið í leyfi fram að áramótum. Sóley hefur flutt frá Bakka yfir á Nes. Sigrún tekur aftur við leikskólastjórastöðunni 1. september eftir árs námsleyfi. Berglind Ósk mun þá fara í stöðu sérkennslustjóra og Elísabet Lára aftur í stöðu aðstoðarleikskólastjóra með einhverja viðveru inni á deildum. Nanna og Hulda koma aftur inn 1. október eftir leyfi. Leikskólinn telst því fullmannaður fyrir veturinn og hafa fyrstu dagarnir í aðlögunum á milli deilda gengið ljómandi vel 😊 Aðlögun nýrra nemenda hefst svo þriðjudaginn 20. ágúst en lokað er vegna skipulagsdags mánudaginn 19. ágúst en þá verða starfsmenn m.a. á námskeiði. ... lesa meira


Vinnudagur á leikskólalóðinni - myndir

Vaskur hópur foreldra og starfsmanna með Siggu Lóu í verkstjórn og Jón Beck aðalreddara réðst í ýmis verkefni á leikskólalóðinni síðdegis í gær, miðvikudaginn 19. júní. Hafist var handa kl. 17 og endað í grilli tveimur tímum síðar. Á meðal verkefna dagsins var þessi pallur við útieldhúsið okkar sem sést hér á meðfylgjandi mynd, en strax í morgun voru börnin komin þar í leik. Þetta var reglulega skemmtilegt og gaman að sjá hvað allir demdu sér í verkin af miklu frumkvæði og fundu góðar lausnir. Myndir eru komnar inn á heimasíðuna.... lesa meira