Skipulags- og byggingarfulltrúi

Aðalskipulag - breytingar í auglýsingu

Engar breytingar á aðalskipulagi eru í auglýsingu sem stendur.

Deiliskipulag - breytingar í auglýsingu

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi - Lóðir á hafnarsvæði við Skipavík.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi þann 28.03.2019 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi  samkvæmt 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið þessarar deiliskipulagsbreytingar er að lóðin við Nesveg 12 verður skipt upp í tvær, gólfkóta verður lyft, en ekki mænishæð, þakhalli tekur breytingum, byggingarmagn minnkað og fært fjær íbúðarbyggð, lóðir minnkaðar, byggingarreitur færður til og bundin byggingarlína færist.

Deiliskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags-og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma milliklukkan10-15, frá 04.04 2019 til 16.05.2019 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags-og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, í síðasta lagi 16.05.2019.

Smellið hér til að skoða deiliskipulagsbreytinguna á pdf.


 

Hlutverk tæknideildar er að hafa umsjón með verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins s.s. viðhaldi fasteigna , gatnakerfi, holræsakerfi, opnum svæðum, sorpmálum og sumarvinnu unglinga. Tæknideildin fer einnig með skipulags- umhverfis- og byggingarmál samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

Á tæknideild starfa:

Einar Júlíusson, yfirmaður tæknideildar og skipulags- og byggingarfulltrúi Bergur Hjaltalín Jón Salómon Bjarnason Jón Beck Agnarsson Jón Páll Gunnarsson

Símanúmer hjá þjónustumiðstöð er 8921189

Vatns- og hitaveita Stykkishólms er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Starfsmaður OR í Stykkishólmi er Hörður Karlsson.

Sorptaka er í höndum Íslenska Gámafélagsins ehf . Starfsmaður Íslenska Gámafélagsins í Stykkishólmi er Gunnar Jónsson.  

Upplýsingar um sorphirðu.

Aðalskipulag Stykkishólms er sett fram í greinargerð og á skipulagsuppdrætti og er stefna bæjarfélagsins um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í  fram til árið 2022.

Á grundvelli Aðalskipulags er unnið deiliskipulag.
 • Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu.
 • Grenndarkynning felst í því að skipulagsnefnd kynnir nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta leyfisumsókn eða tillögu að breytingu á skipulagsáætlun og gefur þeim kost á að tjá sig um hana innan tilskilins frests sem skal vera a.m.k. fjórar vikur. Að þeim fresti liðnum og þegar sveitarstjórn hefur afgreitt málið skal þeim sem tjáðu sig um það tilkynnt niðurstaða sveitarstjórnar. Þegar um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða sendir sveitarstjórn Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu.
 • Skipulagsnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd. Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.  (Skipulagslög nr. 123/2010 - 44gr.)

Lausar lóðir til úthlutunar í Stykkishólmi eru eftirfarandi

Eftirfarandi lóðir eru lausar til úthlutunar hjá Stykkishólmsbæ:

Athugið að umsóknarfrestur er a.m.k. 10 dagar, nema annað sé tekið fram í auglýsingu. Sjá reglur um úthlutun lóða hér

Íbúðahúsalóðir:

  • Hjallatangi 1
  • Hjallatangi 2
  • Hjallatangi 13
  • Hjallatangi 15
  • Hjallatangi 17
  • Hjallatangi 19
  • Hjallatangi 40
  • Hjallatangi 42
  • Sundabakki 2
  • Laufásvegur 19
  • Aðalgata 15a
  • Aðalgata 16
  • Aðalgata 17

    

  Lóð f. verslun og þjónustu

  • Lóðir merktar: 4 á deiliskipulagi við Aðalgötu 31
  • Lóðir merktar: 5 á deiliskipulagi við Aðalgötu 31
  • Aðalgata 17


  Iðnaðar- og athafnalóðir

  • Hamraendar 6
  • Hamraendar 8
  •           Borgarbraut 3


  Frístundalóðir:

  • Fákaborg 5
  • Fákaborg 11
  • Fákaborg 13

   

  • Dýraspítali/Dýralæknir: Nýrækt 16 (hafið samband við skipulags- og byggingarfulltrúa eða bæjarstjóra)

   

  Annað:

  Það eru til svæði innan bæjarmarkanna sem eru skilgreind sem athafnarsvæði eða viðskipta- og þjónustusvæði samkvæmt aðalskipulagi 2002-2022 en eru ódeiliskipulögð, helst ber að nefna svæði merkt A1, A2, A3 og svo svæði við Sundvík. (endilega hafið samband við skipulags- og    byggingarfulltrúa eða bæjarstjóra til að fá frekari upplýsingar)