Söfn í Stykkishólmi

Söfn í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær rekur Amtsbókasafnið í Stykkishólmi og Ljósmyndasafn Stykkishólms. Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla er staðsett í Stykkishólmi og rekið af Héraðsnefnd Snæfellinga. Vatnasafnið - Library of Water er rekið í samstarfi við Breska listafyrirtækið Artangel.  Eldfjallasafnið er rekið í samstarfi við Harald Sigurðsson eldfjallafræðing. 

Amtsbókasafnið í Stykkishólmi

Amtsbókasafnið
Borgarbraut 6a
Sími: 433 8160
Netfang: amtsty@stykkisholmur.is 

 

Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins:

 

Mánudagar

Lokað

Þriðjudagar

14:00-17:00

Miðvikudagar

14:00-17:00

Fimmtudagar

14:00-17:00

Föstudagar

14:00-17:00

 

Ráðstafanir vegna Covid19
Allar bækur sem koma inn á safnið eru þrifnar áður en þær fara aftur í útlán. Starfsfólk gætir fyllsta hreinlætis og snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega. 

Starfsemi og þjónusta
Helsta starfsemi Amtsbókasafnins er útlán bóka, tímarita, mynddiska og spila. Dagblöð eru til aflestrar á safninu. Einnig er veitt upplýsingaþjónusta og boðið upp á millisafnalán. Allir sem koma með sínar eigin tölvur eða snjalltæki fá aðgang að þráðlausu neti, endurgjaldslaust. Á safninu er aðstaða til náms eða vinnu. Á safninu er boðið upp á kaffi og þar er aðstaða til að borða eigin veitingar. Í barnahorninu eru bangsar, leikföng og myndir til að lita. Reglulega stendur Amtsbókasafnið fyrir viðburðum fyrir börn og fullorðna.   

Bókasafnskírteini
Bókasafnsskírteini eru gefin út á einstakling og er óheimilt að nota kennitölu annarra. Ekkert gjald er innheimt fyrir bókasafnsskírteini. Börn geta fengið skírteini um leið og þau eru komin með kennitölu. Með barnaskírteini er einungis hægt að fá að láni barnabækur. Allir grunnskólanemar fá skírteini sér að kostnaðarlausu og reiknast ekki sektir á útlán þeirra. Amtsbókasafnið í Stykkishólmi notar ekki eiginleg bókasafnsskírteini heldur þurfa lánþegar að gefa upp kennitölu til að fá gögn að láni. 

Rafbókasafnið
Amtsbókasafnið í Stykkishólmi er aðili að Rafbókasafninu. Það þýðir að allir sem hafa gilt bókasafnsskírteini geta fengið rafbækur og hljóðbækur að láni í gegnum Rafbókasafnið sér að endurgjaldslausu. Nánari upplýsingar um Rafbókasafnið má finna hér.

 
Útlán og skil
Bækur, hljóðbækur og spil eru að jafnaði lánuð út í 30 daga. Tímarit og mynddiskar eru lánuð í 14 daga. Endurnýja má lán á safnefni einu sinni, á safninu, á leitir.is eða með símtali á bókasafnið. Fullorðnir mega hafa 20 bækur, tímarit eða mynddiska að láni í einu. Börn mega hafa 10 bækur, tímarit eða mynddiska að láni í einu. Dagsektir reiknast á efni sem komið er fram yfir skiladag samkvæmt gjaldskrá.

Meðferð á safnefni
Það er allra hagur að vel sé farið með safnefnið. Glatist eða skemmist safnefni í vörslu lánþega er það á hans ábyrgð og þarf hann að greiða andvirði þess samkvæmt gjaldskrá. Forráðamenn bera ábyrgð á því efni sem börn fá að láni.

Skráðu netfangið þitt
Tölvupóstur er sendur þegar útlánstími rennur út. Ef gögnum safnsins er skilað eftir að útlánstími rennur út eru greiddar dagsektir samkvæmt gjaldskrá. Það er alfarið á ábyrgð lánþegans að safnefni sé skilað á réttum tíma

Lykilorð
Lánþegum gefst kostur á að velja sér lykilorð. Lykilorðið er notað til að komast á „mínar síður“ á leitir.is og til að skrá sig inn á Rafbókasafnið. Á síðunni leitir.is er hægt að endurnýja safnefni, ef ekki liggur fyrir pöntun á því, skoða útlánasögu og panta efni sem er í útláni.
 
Viðbætur við gjaldskrá:
Hámarkssekt á gagn: 700 krónur
Hámarkssekt á einstakling 7000 krónur


Viðmiðunargjald fyrir glötuð gögn og gögn sem skemmast í meðförum lánþega:
Bækur og hljóðbækur 3.000 kr.
Mynddiskar 2.500 kr.

 
 

Smellið hér til að skoða gjaldskrána í heild sinni.

Ljósmyndasafn Stykkishólms

Mynd af sveitarfélagi

Ljósmyndasafn Stykkishólms er í umsjá Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi. Grunnurinn að því er myndasafn Jóhanns Rafnssonar, sem hann afhenti Stykkishólmsbæ 16. júní 1996. Aðalhvatamaður að því var þáverandi bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, Ólafur Hilmar Sverrisson. Fyrir afhendingu var stofnuð framkvæmdanefnd um Ljósmyndasafn Jóhanns Rafnssonar, sem starfað hefur síðan samkvæmt ákvæðum gjafabréfs. Það var ósk Jóhanns að safn hans yrði grunnur að stærra safni. Árið 2001 barst safninu veglegur safnauki frá Árna Helgasyni fyrrum stöðvarstjóra Pósts og síma og fréttaritara Morgunblaðsins til langs tíma. Auk þess hafa smærri gjafir borist safninu og eru allir viðaukar vel þegnir. Með hverri viðbót eflist safnið. Safnið er rafrænt.  

 

Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Mynd af sveitarfélagi
Norskahúsið er fyrsta tvílyftaíbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt. Í safninu er fastasýning áheimili Árna Ó. Thorlacius (1802–1891) og Önnu Magdalenu Steenback(1807–1894) eins og talið er að það hafi verið á seinni hluta 19. aldar.Í risi er opin safngeymsla með munum frá öllu Snæfellsnesi. Á fyrstuhæð eru breytilegar sýningar í Mjólkurstofu og Eldhúsi sem tengjastlistum, menningu og/eða sögu svæðisins og safnbúð í krambúðarstíl.

 

Safnstjóri er Hjördís Pálsdóttir

 

Sumaropnun 2021:

Frá 1. júní - 31. ágúst er opið alla daga frá kl. 11 - 17.

Í maí er opið á laugardögum frá kl. 13 - 16.

 

Staðsetning:

Hafnargata 5

Sími 433 8114

Netfang: info@norskahusid.is

Fylgist með á Facebook

Norska húsið - norskahusid.is

 

 


Vatnasafn

Mynd af sveitarfélagi

Vatnasafn/Library of water, sem er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn er staðsett í Stykkishólmi. Þar á hæsta punkti Stykkishólms með útsýni til allra átta hefur gömlu bókasafnsbyggingunni verið breytt í safn vatns, orða og veðurfrásagna. Safnið prýða m.a. 24 glersúlur með vatni úr helstu jöklum landsins.

Sumaropnun 2021:

Frá 1. júní - 31. ágúst er opið alla daga frá kl. 11 - 17.

Í maí er opið á laugardögum frá kl. 13 - 16.

Miðasala í Norska húsinu.

Eldfjallasafn

Mynd af sveitarfélagi

Eldfjallasafn Haraldar Sigurðssonar prófessors er mjög fjölbreytt þar sem m.a. er alþjóðasafn af listaverkum, fornum og nýjum, sem sýna eldgos. Einnig munir, forngripir, minjar og steintegundir úr einstöku safni Haraldar sem hefur stundað eldfjallarannsóknir í yfir 40 ár um allan heim.

 Opnunartími auglýstur síðar.