FréttirNýrækt 12 og 14 og Móholt 14-16 lausar til úthlutunar (Móholt 14-16 auglýst aftur með 50% lækkun á gatnagerðargjöldum)

Lóðirnar Nýrækt 12 og 14 eru auglýstar til úthlutunar í Stykkishólmi ásamt Móholti 14-16 sem er auglýst aftur en nú með tímabundinni 50% lækkun á gatnagerðargjöldum. Umsóknarfrestur er 10 dagar skv. reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. ... lesa meira


Ný Þjónustumiðstöð Stykkishólmsbæjar sett á fót í kjölfar endurskipulagningar

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að innri endurskipulagningu og samþættingu rekstrareininga áhaldahúss og fasteignasviðs Stykkishólmsbæjar. Þeirri vinnu lauk nýverið með stofnun Þjónustumiðstöðvar Stykkishólmsbæjar og var Bergi Hjaltalín falið að leiða þá starfsemi. Samkvæmt Jakobi Björgvin Jakobssyni bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar, mun samþætting umræddra deilda, undir forystu Bergs Hjaltalín, einna helst hafa í för með sér að aukið samstarf verður um mönnun og samnýtingu aðstöðu og búnaðar Stykkishólmbæjar ásamt því að mannauður og fagþekking bæjarins nýtist enn betur. Mun það leiða af sér aukna skilvirkni og bætta þjónustu við stofnanir bæjarins og íbúa Stykkishólmsbæjar. ... lesa meira


Umsóknir um leikskólavist og breytingar á vistunartíma.

Samkvæmt innritunarreglum Leikskólans í Stykkishólmi þarf umsókn um leikskólavist að liggja fyrir í síðasta lagi 1. maí ef óskað er eftir leikskóladvöl að hausti það sama ár. Sækja skal um á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í leikskólanum og á íbúagátt á heimasíðu Stykkishólmsbæjar, stykkisholmur.is. Öllum foreldrum/forráðamönnum er heimilt að sækja um leikskólavist óháð lögheimili en leikskólavist er ekki úthlutað nema staðfest sé að barnið eigi lögheimili í Stykkishólmi eða Helgafellssveit. Ef biðlisti myndast er leikskólavist úthlutað eftir aldri barns og eldri börn fá vistun á undan sér yngri. Þegar kemur að vali milli barna sem fædd eru á sama ári og hafa náð tilskyldum aldri, gildir aldur umsókna. Aðlögun fer að mesta leyti fram í júní, ágúst og september. Eftir að hefðbundnum aðlögunartíma lýkur eru aðrir aðlögunartímar skoðaðir sérstaklega ef og þegar það eru laus leikskólapláss. Foreldrar eru hvattir til þess að sækja tímanlega um leikskólapláss og einnig ef þeir sjá fram á breytingar á þeim vistunartímum sem börn þeirra eru nú með. ... lesa meira