Fréttir

Upplýsingasíða Stykkishólmsbæjar vegna COVID-19 (kórónaveirunnar)

Stykkishólmsbær hefur sett upp sérstaka upplýsingasíðu á heimasíðu bæjarins vegna COVID-19 (kórónaveirunnar). Á síðunni má finna samantekt tilkynninga Stykkishólmsbæjar í tengslum við COVID-19 veirunnar ásamt Viðbragðsáætlun Stykkishólmsbæjar við heimsfaraldri af völdum COVID-19, sem hefur þegar tekið gild og verið virkjuð. Á upplýsingarsíðunni er jafnframt safnað saman upplýsingum sem snúa að starfsemi sveitarfélaga almennt sem og upplýsingar sem margar hverjar eru aðgengilegar eru á vef Landlæknisembættisins eða Almannavarna. ... lesa meiraUPPFÆRT: VERKFALLI AFLÝST - Verkfallsaðgerðir og áhrif á þjónustu stofnana Stykkishólmsbæjar

Boðaðar hafa verið verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BSRB (SDS) og munu aðgerðirnar ná til fjölda starfa hjá Stykkishólmsbæ. Munu verkfallsaðgerðir hafa töluverð áhrif á þjónustu sveitarfélagsins þá daga sem aðgerðir standa yfir. Misjafnt er á milli stofnana sveitarfélagsins hver áhrif verkfallsins verða og í flestum tilvikum er um skerta þjónustu að ræða og/eða styttri opnunartíma. Ákveðnar stofnanir/deildir þurfa þó að loka alveg á meðan verkfallsaðgerðum stendur.... lesa meira


Heimsóknarbann á Dvarlaheimili aldraðra í Stykkishólmi og í búseturéttaríbúðir við Skólastíg

Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Dvarlaheimili aldraðra í Stykkishólmi og í búseturéttaríbúðir (þjónustuíbúðir) við Skólastíg 14, 14a og 16 til að draga úr þeirri hættu að íbúar hjúkrunarheimilisins veikist af Kórónaveirunni (COVID-19). Lokað verður fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig Almannavarna er í gildi og mögulega lengur. Ættingjum og vinum er bent á að hafa samband símleiðis sé óskað eftir að komast í samband við íbúa. ... lesa meiraStarfið í leikskólanum ef af verkfalli SDS fólks verður

Mánudaginn 9. mars verður ½ starfsdagur í leikskólanum, leikskólinn lokar kl 12 og börnin fá ekki hádegismat hér. Ef að kemur til verkfalls BSRB, þá stendur það mánudag 9. mars og þriðjudag 10. mars. Þá verða bæði Vík og Bakki lokaðar þar sem deildarstjórar þeirra deilda eru í SDS sem er aðildarfélag innan BSRB. Á Nesi og Ási verður opið að hluta til og helmingur barnanna í einu, einungis er hægt að bjóða 4 tíma í einu fyrir hvert barn. Sendur hefur verið tölvupóstur til viðkomandi foreldra með nafnalista, skipt var eftir stafrófsröð og tekið tillit til systkina. Eldhúsið er alveg lokað en boðið verður upp á ávaxtatíma svo gott er ef börnin verða nýbúin að borða þegar þau mæta í leikskólann. Næstu verkfallsdagar eru svo fyrirhugaðir 17. og 18. mars ef ekki verður búið að semja. Vinsamlegast fylgist vel með fréttum og við komum upplýsingum frá okkur í tölvupósti þegar þær berast. ... lesa meira