FréttirLýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002 – 2022 um gististaði í íbúðarbyggð

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu um stefnu og skilmála um gististaði á íbúðarsvæðum í Stykkishólmsbæ. Skipulagslýsingin er birt á vef Stykkishólmsbæjar og liggur frammi á bæjarskrifstofu til og með 31. mars 2021, þannig að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geti kynnt sér hana og sent inn ábendingar sem varða tillögugerðina.... lesa meiraHundaeigendur athugið

Af gefnu tilefni minnir Stykkishólmsbær á að lausaganga hunda í bæjarlandinu er með öllu óheimil skv. 15. gr. samþykktar um hundahald í Stykkishólmsbæ. Þá er eigendum og umráðamönnum hunda einnig skylt að gæta þess vel að hundar þeirra valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði eða raski ró manna, svo sem með stöðugu eða ítrekuðu ýlfri eða gelti. Einnig er minnt á að eigendum og umráðamönnum hunda er skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.... lesa meira
Vikupóstur stjórnenda

Árshátíð 7. - 10. bekkjar gekk mjög vel og var gaman að sjá nemendur skemmta sér prúðbúin og fín. Við þökkum Unni og Hótel Fransiskus kærlega fyrir að hýsa okkur og allt sem þau gerðu fyrir okkur svo árshátíðin gæti farið fram með hefðbundnum hætti. ... lesa meira