Fréttir

Friðargöngunni aflýst í ár

Hefð hefur skapast í Hólminum fyrir friðargöngu á Þorláksmessu sem er fastur liður hjá mörgum í aðdraganda jólanna. Í ljósi aukinna smita á landinu hefur hefðbundinni firðargöngu verið aflýst en þess í stað eru bæjarbúar hvattir til að fara í sína eigin friðargöngu hver fyrir sig eða kveikja á kyndli fyrir utan heimili sitt kl. 18.00 á Þorláksmessu og fá sér jafnvel bolla af heitu súkkulaði með rjóma eða öðrum bragðbæti.... lesa meira


Upptaka af samráðsfundi um sameiningu Helgafellsveitar og Stykkishólmsbæjar

Opinn rafrænn samráðsfundur var haldinn af samstarfsnefnd um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar í gær, þriðjudaginn 21. desember, fyrir íbúa Stykkishólms. Sambærilegur fundur fór fram með íbúum Helgafellssveitar síðastliðinn föstudag. Markmið fundanna var að kynna verkefnið sem liggur fyrir sveitarfélögunum og heyra spurningar, ábendingar og sjónarmið íbúa áður en lengra er haldið. ... lesa meira


Tillaga að deiliskipulagi Súgandiseyjar í Stykkishólmsbæ

Á 402. fundi sínum 30. september s.l. samþykkti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Súgandisey skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmiðið með tillögunni er að móta ramma fyrir göngu- og náttúruupplifun á eyjunni og tryggja jafnframt öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum og niðurstöðum úr hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á eyjunni.... lesa meiraFjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar samþykkt – Öflugur rekstrarlegur viðsnúningur eftir Covid-19

Verulegur jákvæður viðsnúningur verður í rekstri Stykkishólmsbæjar strax á næsta ári samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025, gangi áætlanir eftir. Er um að ræða öfluga viðspyrnu í rekstri sveitarfélagsins, m.a. vegna sölu fastafjármuna í tenglum við áform um uppbyggingu nýrra félagslegra íbúða, eftir að mikilla áhrifa gætti í starfsemi og rekstri sveitarfélagsins vegna Covid-19 veirunnar, þó svo áfram sé gert ráð fyrir áhrifum hennar í áætlunum. ... lesa meira


Íbúafundir um sameiningarviðræður

Samstarfsnefnd um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, boðar til samráðsfunda um verkefnið og það sem framundan er. Fyrirhugað er að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í mars á næsta ári. Samráð við íbúa Helgafellssveitar fer fram föstudaginn 17. desember en samráð við íbúa Stykkishólmsbæjar fer fram á rafrænum fundi þriðjudaginn 21. desember.... lesa meira