Fréttir

Stykkishólmsbær auglýsir laus sumarstörf fyrir námsmenn

Stykkishólmsbær auglýsir laus sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Um er að ræða þátttöku Stykkishólmsbæjar í átaksverkefni á vegum vinnumálastofnunar til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn nú í sumar í ljósi aðstæðna af völdum COVID-19. Meðal starfa eru fjölbreytt umhverfisstöf, störf sem snúa að stjórnsýslu og þjónustu við bæjarbúa, störf sem tengjast atvinnumálum og ýmis skráningarvinna. ... lesa meira


Sjávarútvegsráðherra boðar til fundar með grásleppusjómönnum við Breiðarfjörð

Sjávarútvegsráðherra boðar grásleppusjómenn sem hafa leyfi til grásleppuveiða við innanverðan Breiðafjörð í sumar til fundar í kvöld kl. 20:00 í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Vegna sóttvarnafyrirmæla takmarkast fjöldi við einn einstakling frá hverri útgerð (bát) svo hægt sé virða 2 metra regluna og fjöldamörk á fundum. ... lesa meira


Framlengdur skilafrestur tilboða - Útboð vegna framkvæmda við búsetukjarna fyrir íbúa með fötlun

Verkís hf., fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir vegna byggingar 5 íbúða, ásamt starfsmannaaðstöðu, búsetuþjónustukjarna fatlaðs fólks við Ólafsbraut 62-64, Ólafsvík. Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið anmt@verkis.is fyrir kl.13.00, 15. maí 2020. Tilboð verða opnuð á fjarfundi kl. 13.30, sama dag, 15. maí 2020. ... lesa meira