Fréttir

Heimsókn í jólagarðinn hjá Ellu Kötu

Á þriðjudaginn þáðum við boð frá nágrönnum okkar henni Ellu Kötu og börnum um að koma að skoða jólaljósin hjá þeim, en húsið er mjög fallega skreytt bæði að utan sem innan. Þangað fóru börnin í nokkrum hópum og hittu fyrir jólasvein, fengu mandarínur og áttu góða stund við að skoða allt það fallega sem fyrir augun bar. Við þökkum þeim mæðgum Ellu Kötu og Gróu fyrir góðar móttökur.... lesa meira
Kirkjuferð

Þrír elstu árgangarnir hjá okkur (2013,2014,2015) fóru í kirkjuferð 11. desember, rúta kom og sótti börnin hingað í leikskólann og fór með þau í kirkjuna. Í kirkjunni sungu börnin 2 lög fyrir grunnskólann og aðra gesti. Á heimleiðinni var tekinn auka hringur um bæinn sem vakti mikla lukku. ... lesa meira