Fréttir

Varðandi COVID-19 sýnatöku

Tilkynning frá HVE í Stykkishólmi varðandi COVID-19 sýnatöku: Einkennalausir – Ef viðkomandi er einkennalaus en óskar eftir sýnatöku þá þarf að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna í síma 520-2800 sem sér um sýnatöku fyrir Íslenska erfðagreiningu. Ekki er boðið upp á sýnatöku á heilsugæslum fyrir einkennalausa. Möguleg einkenni – Skoða www.covid.is og fara yfir möguleg einkenni miðað við lýsingu á einkennum þar. Hafa svo samband við Læknavaktina í síma 1700 eða í gegnum heilsuvera.is og þar er metið hvort þörf er á sýnatöku. Ef búið er að meta þar að viðkomandi þurfi í sýnatöku þá er hún gerð hjá heilsugæslunni í Stykkishólmi þriðjudaga og föstudaga kl. 9-9:30 og viðkomandi þarf að bóka tíma í sýnatöku í síma 432-1200. ... lesa meira


Heimsóknarreglur á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi frá og með 30. júlí 2020

Þar sem COVID-19 smitum hefur fjölgað í samfélaginu síðustu daga og í ljósi hvatningar landlæknis til hjúkrunarheimila teljum við nauðsynlegt að bregðast við til að vernda okkar heimilismenn og starfsfólk. Frá og með 30. júlí, óskum við eftir því að heimsóknir verði takmarkaðar - Biðlað er til heimilismanna og aðstandenda að skipulegga heimsóknir þannig að ekki verði um að ræða fleiri en 1 -2 aðstandendur í einu í heimsókn til hvers og eins. ... lesa meira

Sumarhátíð og hjóladagur í leikskólanum

Sumarhátíð leikskólans var haldin 19. júní s.l. og um leið hjóladagur. Lóðin var skreytt í tilefni dagsins og veðrið var alveg eins og við höfðum pantað. Bílastæðunum var lokað og þar voru eldri börnin með hjólin sín en þau yngri sem voru á þríhjólum og litlum jafnvægishjólum hjóluðu inni á lóðinni. Búið var að bóka lögguna til okkar í hjóla og hjálmaskoðun og biðu allir spenntir eftir því að fá skoðunarmiða á hjólin sín. ... lesa meira