Fréttir

Vikupóstur stjórnenda

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Atburðarás síðasta sólarhringinn hefur verið hröð og hægt að segja að hægt hefði verið að standa betur að upplýsingagjöf. Það má þó segja að við erum að gera þetta í fyrsta skipti og mun ég örugglega læra af því. Alla vega vil ég biðjast velvirðingar ef þetta hefur komið illa við ykkur. ... lesa meira


Sjósundsskýli reist í Stykkishólmi - Bætt aðstaða til sjósunds í Móvík

Undanfarið hafa starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Stykkishólmsbæjar staðið í ströngu við að bæta aðstöðu til sjósundsiðkunar í Móvík, en þar hefur verið reist tímabundið skýli fyrir sjósundskappa til að hafa fataskipti og lagður hefur verið stigi með handriði niður í fjöruna. Skýlisins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu frá því að bæjarstarfsmenn hófu vinnuna og mun vonandi nýtast vel.... lesa meira
Vikupóstur stjórnenda

Í vikunni litu nýjar sóttvarnarreglur ljós. Þar er helst að nefna að fjöldi starfsmanna í rými er aftur 20 manns og nálægðartakmörkun verður aftur 1 metri. Ef við náum ekki að halda þeirri fjarlægð er skylt að nota andlitsgrímur hvort heldur sem er vegna samstarfsfólks eða nemenda. Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkunum og grímuskyldu.... lesa meira
Samráðsfundur um grænbók í fjarskiptum 14. apríl

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu fjarskipta miðvikudaginn 14. apríl kl. 10:00 – 11:30. Á fundinum verður fjallað um fjarskipti á svæðinu, helstu áskoranir og tækifæri til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum. Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af undirbúningi grænbókar um stöðu fjarskiptamála.... lesa meira


Vikupóstur stjórnenda

Það má segja að páskaleyfi nemenda hafi hafist með mjög skjótum hætti enda reglur um sóttvarnir hertar á miðnætti miðvikudagsins. Þegar nýjar reglur um skóla komu kom í ljós að nemendur eru undanþegnir öllum reglum því gátum við hafið hefðbundið skólastarf. Vonandi náum við að klára skólaárið með þeim hætti. ... lesa meira