Fréttir

Áramótin í Stykkishólmi

Vert er að minna bæjarbúa á að í samráði við lögreglu hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa áramóta- og þrettándabrennum í ár í samræmi við sóttvarnareglur. Veðrið leikur hinsvegar við okkur þessa dagana og eru áframhaldandi horfur á heppilegu veðri til útivistar næstu daga. Því er um að gera að njóta veðursins og bregða sér í göngu eða út að leika með börnunum. Á gamlársdag er svo útlit fyrir hægan vind og bjart veður víða á landinu, en þó eru líkur á lítilsháttar skúrum eða éljum um landið vestanvert.... lesa meira
Jólakveðja frá Leikskólanum

Gleðilega jólahátíð. Litlu jólin og helgileikurinn tókust mjög vel og sem betur fer gátum við streymt beint til forelda elstu barnanna helgileiknum. Við fengum einn jólasvein í heimsókn og gættum ýtrustu sóttvarna og var sveinki með grímu undir öllu skegginu :) Vík og Bakki héldu sín litlu jól alveg sér og fengu líka jólasvein í heimsókn en sá sveinn kom innan úr húsi.... lesa meira


Lóðin Áskinn 6 laus til umsóknar

Lóðin Áskinn 6 er auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er 10 dagar. Á lóðinni er heimilt að byggja einbýlishús, parhús eða þríbýli á einni hæð. Þar sem ekki er til gildandi deiliskipulag af svæðinu ber að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn samkvæmt 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.... lesa meira
Tímabundinn 90% afsláttur af gatnagerðagjöldum

Vegna sérstakra aðstæðna samþykkti bæjarstjórn á síðasta fundi sínum, 10. desember, að veittur verði tímabundinn 90% afsláttur á gatnagerðargjöldum af byggingum íbúðarhúsnæðis m.v. gjaldskrá 2021 á tilteknum lóðum í Stykkishólmsbæ og að lækkunarheimildin taki gildi eftir samþykkt bæjarstjórnar til og með 31. desember 2021. Skal umsækjandi greiða 75.000 kr. staðfestingargjald fyrir hverja lóð sem sótt er um og er staðfestingargjald óafturkræft verði umsækjanda úthlutað viðkomandi lóð.... lesa meira