Fréttir


Útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi

Það er stór stund bæði fyrir foreldra og nemendur þegar einu skólastigi líkur og spennublandin tilhlökkun fyrir því sem tekur við í nýjum skóla. Á dögunum fór fram formleg útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi. Vegna samkomubanns og tilmæla um að halda fjarlægð var útskriftin að þessu sinni í Stykkishólmskirkju þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja.... lesa meira


Bæjarstjórn í beinni útsendingu (upptaka)

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hélt 388. fund sinn fimmtudaginn 4. júní sl. kl. 20:00. Var fundurinn haldinn í upprunarlegum bæjarstjórnarsal Ráðhússins, í fyrsta sinn frá árinu 2011, eftir að breytingum á 3. hæð Ráðhússins lauk nýverið, en þar hafa nú verið útbúin þrjú ný og rúmgóð skrifstofurými til viðbótar við sal bæjarstjórnar. Með breytingunum hefur nýting á rýmum 3. hæðar því verið bætt til muna. ... lesa meira
Lausar stöður við Leikskólann í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður frá og með 10. ágúst 2020 Um er að ræða þrjár 100% stöður leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslenskukunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum. ... lesa meira