Fréttir


Íbúafundur bíður betri tíma

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðum íbúafundi sem til stóð að halda nk. mánudag, 28. september vegna stöðunar sem upp er komin í samfélginu. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til, á fundi sínum þann 14. september, að íbúafundur vegna kynningar á deiliskipulagstillögu austan við Aðalgötu yrði haldinn mánudaginn 28. september n.k. kl. 18:00, í sal Amtbókasafnsins. Þar að auki var lagt til að fundinum yrði steymt jafnhliða á samfélagsmiðla.... lesa meira
Nýjar íbúðahúsalóðir kynntar

Íbúum í grend við fyrirhugaðar nýjar lóðir í Áskinn og við Borgarflöt hafa fengið kynningarbréf þar sem gert er grein fyrir skipulagi lóðanna. Bréfinu er ætlað að upplýsa íbúa um fyrirhugaðar lóðir og gefa kost á að skila inn athugasemdum ef einhverjar eru en verði lóðum úthlutað mun skipulags- og bygginganefnd grenndarkynna byggingarleyfisumsóknir fyrir hagsmunaaðilum á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.... lesa meira
Viðvera atvinnuráðgjafa

Regluleg viðvera atvinnuráðgjafa í Stykkishólmi hefst á ný n.k. mánudag. Atvinnuráðgjafi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður með skipulagða viðtalstíma í Ráðhúsinu í Stykkishólmi fyrsta mánudag hvers mánaðar í allan vetur. Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi verður með fyrsta viðtalstíma næstkomandi mánudag, 7. september, kl. 13:00 - 15:00, ásamt Helgu verður Sigursteinn Sigurðsson, verkefnastjóri menningar, einnig með ráðgjöf.... lesa meira


Félagsleg íbúð til úthlutunnar

Stykkishólmsbær tilkynnir hér með að laus er til úthlutunar 82 fm. félagslega íbúð að Skúlagötu 9, Stykkishólmi. Fundur velferðarnefndar sem tekur afstöðu til umsókna verður haldinn mánudaginn 7. september n.k. kl. 17.00. Á fundinum verður afstaða tekin til gildra umsókna sem þá liggja fyrir og vilji menn koma að nýjum umsóknum ​þurfa þær ​að berast á skrifstofu Stykkishólmsbæjar eigi síðar en kl. 15.00 þann dag á þar til gerðu eyðublaði. ... lesa meira