Fréttir

Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda fer fram í Stykkishólmi dagana 30. júní til 3. júlí

14. Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda fer fram í Stykkishólmi dagana 30. júní til 3. júlí nk. í boði Félags harmonikuunnenda í Reykjavík. Mótið, sem verður tileinkað minningu Hafsteins Sigurðssonar harmonikuleikara og tónlistarkennara í Hólminum, verður formlega sett í íþróttahúsinu í Stykkishólmi klukkan 13:30 föstudaginn 1. júlí. ... lesa meira


Sameining sveitarfélaga gengin í gegn

Sameiningin tók formlega gildi sunnudaginn 29. maí sl. en þá tók jafnframt nýkjörin sveitarstjórn við sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Stykkishólmsbæjar mun gilda fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett ný samþykkt. Heiti hins sameinaða sveitarfélags verður auglýst sérstaklega en hugmyndasöfnun fyrir val á nafni sveitarfélagsins er opin til 1. júní nk.... lesa meira


Fjölmiðlafár í Stykkishólmi

Hólmarar hafa eflaust tekið eftir ört vaxandi straum ferðamanna í bæinn undanfarna daga. Veðrið hefur leikið við íbúa undanfarið eins og svo oft áður og bærinn iðað af mannlífi. Í vikunni hefur töluvert borið á fjölmiðlum í Stykkishólmi, bæði hafa verið hér innlendir og erlendir fjölmiðlar að spóka sig um í veðurblíðunni og safna myndefni sem heillar áhorfandann. Já, Hólmurinn hann heillar enn, það er vart hægt að kalla frétt enda flykkist fólk hvaðan af úr veröldinni til að sjá Hólminn og kynnast bæjarbúum... lesa meira