Fréttir

Vinnuskólinn hefst á mánudaginn

Flokkstjórar Vinnuskólans mættu til starfa í vikunni og var tekin ákvörðun með þeim að kynning fyrir vinnuskólann færi fram mánudagsmorguninn kl. 8:00. Vinnuskólinn mætir því upp í Þjónustumiðstöð eins og áður hefur komið fram en þaðan verður haldið í bókasafnið þar sem flokkstjórar og skipting í hópa verða kynnt og farið verður yfir fyrirkomulag sumarsins. ... lesa meira


Lausar stöður við Leikskólann í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður frá og með 10. ágúst 2020 Um er að ræða þrjár 100% stöður leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslenskukunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum. ... lesa meira