Vestfjarðavíkingurinn í Stykkishólmi

Vestfjarðavíkingurinn í Stykkishólmi

Aflraunakeppni milli sterkustu manna landsins, Vestfjarðavíkingurinn, fer fram dagana 1. og 3. júlí 2022. Tvær síðustu keppnisgreinarnar og verðlaunaafhending fara fram í Stykkishólmi sunnudaginn 3. júlí.

Sjöunda grein mótsins hefst kl. 14.00 og sú áttunda kl. 15.00. Að því loknu fer fram verðlaunaafhending. Staðsetning keppnisgreina liggur ekki fyrir að svo stöddu en mótið verður nánar auglýst þegar nær dregur.