Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi

Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi

Stöður kennara frá 1. ágúst 2022 
 
90% staða í list-, verkgreinum og sköpun 
50% staða forfallakennara 
 
Menntunar- og hæfniskröfur  

 • Leyfi til þess að nota starfsheitið kennari  
 • Leikni í mannlegum samskiptum og færni í að umgangast börn og unglinga 
 • Skipulagshæfni, stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði  
 • Faglegur metnaður 
 • Áhugi og hæfni til að starfa í teymisvinnu 
 • Góðir samskiptahæfileikar 
   

50% ótímabundin staða skólaliða í Regnbogalandi frá 15. ágúst - vinnutími frá kl. 12-16 
100% ótímabundin staða skólaliða í þrifum og gæslu frá 1. ágúst  
Tvær 75% tímabundnar stöður stuðningsfulltrúa frá 15. ágúst - vinnutími frá kl. 8-12 
 
Hæfniskröfur: 

 • Aldurstakmark 20 ára 
 • Áhugi á að vinna með börnum  
 • Menntun sem nýtist í starfi 
 • Krafist er íslenskukunnáttu 
 • Hæfni í mannlegum samskiptum 
 • Tölvulæsi 

LÁTTU HÓLMINN HEILLA ÞIG

Í Grunnskólanum í Stykkishólmi eru 155 nemendur. Gleði – samvinna – sjálfstæði eru einkunnarorð skólans. Unnið er að innleiðingu leiðsagnarmats og þurfa umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að efla starfið enn frekar í þeim anda. Stykkishólmsbær, bærinn við eyjarnar, er tæplega 1300 manna sveitarfélag á Snæfellsnesi þar sem mannlífið iðar og stórbrotin náttúra er steinsnar frá. Í Stykkishólmi er vottað heilsueflandi vatn í sundlauginni, aðstæða til sjósunds og fjöldinn allur af afþreyingu.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands og Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsness.  

Umsókn um stöðurnar skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um. 

Umsóknir skulu sendar á berglind@stykk.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Axelsdóttir skólastjóri í síma 433-8178/895-3828 eða á netfangið berglind@stykk.is.  

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2022