Íbúafundur um deiliskipulag í Víkurhverfi

Íbúafundur um deiliskipulag í Víkurhverfi

Íbúafundur verður haldinn fimmtudaginn 5. maí kl. 17:00 á Amtbókasafninu í Stykkishólmi.

Á fundinum verður tillaga að breytingu deiliskipulags Víkurhverfis kynnt og hefst dagskráin hefst kl. 17:00. Bæring Bjarnar Jónsson, arkitekt, kynnir tillöguna. Að lokinni kynningu, mun hann ásamt sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og bæjarstjóra taka við spurningum úr sal.

Svæðið sem skipulagsbreytingin nær til er 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta Víkurhverfis. Breytingin er til komin vegna mikillar jarðvegsdýptar á svæði í suðurhluta hverfisins og óbyggilegra lóða. Markmiðið með breytingunni er að stuðla að betri landnýtingu með fjölgun lóða á miðsvæði hverfisins, auka fjölbreytileika íbúðarkosta, fegra heildaryfirbragð hverfisins, huga að auknu umferðaröryggi, breyta botnlangagötum í vistgötur og tryggja gott aðgengi að verslun, þjónustu og útivistarsvæðum.

Tillagan var auglýst 12. apríl með athugasemdafresti til og með 25. maí. Tillagan er til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins, í ráðhúsinu og í sundlauginni. Skriflegar athugsemdir skulu berast til skipulagsfulltrúa að Hafnargötu 3 eða á netfangið: skipulag@stykkisholmur.is

Íbúar eru eindregið hvattir til að mæta á íbúafundinn og kynna sér tillöguna.
 
Kristín Þorleifsdóttir,
sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs