Leikdagur - Snæfell í undanúrslitum

Leikdagur - Snæfell í undanúrslitum

Snæfell mætir Breiðablik í undanúrslitum VÍS-bikarkeppni kvenna í dag, fimmtudaginn 17. mars, kl. 17:15.
Leikurinn fer fram í Smáranum Kópavogi. Hægt er að kaupa miða á leikinn á appinu Stubbur og rennur ágóði af miðasölu þaðan til Snæfells.

Tveir leikir fara fram í undanúrslitum keppninnar í dag. Í fyrri leiknum eigast við Breiðablik og Snæfell, en í þeim seinni Haukar og Njarðvík.

Hólmarar og Snæfellingar eru hvattir til að mæta á leikinn og hvetja stelpurnar okkar áfram í úrslitaleikinn.

ÁFRAM SNÆFELL