Fjölgun smita hefur áhrif á skólastarf

Fjölgun smita hefur áhrif á skólastarf

Í gær, mánudaginn 21. febrúar, voru rétt tæplega 60 manns í einangrun í Stykkishólmi. Staðan hefur haft áhrif á starf leik- og grunnskóla en 18 starfsmenn eru frá vinnu í leikskólanum í dag vegna smita. Stjórnendur leikskóla biðla til foreldra og forráðamanna að fylgjast vel með tilkynningum, jafnframt eru þau sem geta beðin um að halda börnum heima til að létta undir.

Töluvert er einnig um smit hjá nemendum og kennurum grunnskólans sem hefur óhjákvæmilega áhrif á starfið. Gera má ráð fyrir að COVID hafi áfram áhrif á starfsemi skólanna næstu daga.