Appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt

Appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt

Appelsínugul viðvörun við Breiðafjörð tekur gildi kl. 05:00 í nótt, aðfaranótt mánudagsins 7. febrúar, og gildir til 09:00. Gert er ráð fyrir suðaustan 20-28 m/s með snjókomu og skafrenningi. Íbúum er bent á að huga vel að lausamunum og bátaeigendum bent á að tryggja að bátar þeirra séu tryggilega bundnir við bryggju. 

Ekki er gert ráð fyrir að veður hafi áhrif á skólastarf í Stykkishólmi, en foreldrum verður tilkynnt með tölvupósti ef breyting verður þar á.