Staðan í Stykkishólmi vegna COVID-19 - mánudagur

Staðan í Stykkishólmi vegna COVID-19 - mánudagur

Viðbragðsteymi Stykkishólmsbæjar fundaði með umdæmislækni sóttvarna á Vesturlands í dag í ljósi vaxandi smita COVID-19 í Stykkishólmi og nágrenni.

STAÐAN Í DAG

Samkvæmt upplýsingum umdæmislæknis sóttvarna í dag, mánudag, eru nú 14 íbúar í einangrun með virk smit og 86 í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni. Flest börn í 6. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi eru í sóttkví en meiri hluti barna í 5. og 7. bekk eru í smitgát. Umtalsverður fjöldi þeirra sem eru í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni eru fullorðnir.

Íbúum er bent á að sýna áfram fyllstu aðgát og huga að persónubundnum sóttvörnum. Upplýst verður um stöðuna eftir þörfum.

Minnt er á að gestir Dvalarheimilsins í Stykkishólmi þurfa að bera grímu og framfylgja þeim reglum sem dvalarheimilið hefur gefið út og sent aðstandendum.

Allar nánari upplýsingar má finna á covid.is