Jólalest Tónlistarskóla Stykkishólms á ferðinni

Jólalest Tónlistarskóla Stykkishólms á ferðinni

Jólalest Tónlistarskóla Stykkishólms ekur um bæinn  á milli kl. 18 og 19 miðvikudaginn 8. desember og spilar á völdum stöðum til að gleðja gesti og gangandi með jólatónlist. Með í för verða jólasveinar með jólasleðann góða sem þeir afhentu bæjarbúum fyrir síðustu jól en nú er kominn tími til að koma honum fyrir á góðum stað til að gleðja bæjarbúa.

Gera má ráð fyrir að lestin fari víða og jólalög ómi um allan bæ.