Búið að tendra jólaljósin í Hólmgarði

Búið að tendra jólaljósin í Hólmgarði

Það hefur eflaust ekki farið framhjá bæjarbúum að ljósin á jólatrénu í Hólmgarði hafa verið tendruð. Tréð var valið af íbúum Stykkishólms, líkt og í fyrra, og er glæsilegt sitkagreni sem gróðursett var í Sauraskógi um 1970.

Í ljósi aukinna smita í samfélaginu var ákveðið að hafa viðburðinn lágstemmdann, með sama sniði og í fyrra. Grunnskólabörn í 1.-4. bekk áttu skemmtilega samverustund í garðinum í morgun, 1. desember, þegar nemendur 1. bekkjar tendruðu ljósin eins og vant er.

Tveir jólasveinar, þeir Bjúgnakrækir og Gluggagægir, runnu á hljóðið þegar börnin sungu saman jólasöngva í garðinum. Innkoma jólasveinana vakti sérstaka athygli í ár þar sem þeir komu ekki fótgangandi eins og undanfarin ár heldur akandi á fjórhjóli sem vakti mikla kátínu á meðal viðstaddra. Eins og vant er voru sungin jólalög og dansað í kringum tréð eftir að ljósin voru tendruð eins og sjá má á myndum hér að neðan.