Jólaljósin tendruð við lágstemmda athöfn

Jólaljósin tendruð við lágstemmda athöfn

Þann 1. desember næstkomandi verða ljós tendruð á jólatrénu í Hólmgarði. Í ljósi aukinna smita í samfélaginu verður viðburðurinn með svipuðu sniði og í fyrra. Grunnskólabörn í 1.-4. bekk munu eiga samverustund í Hólmgarði að morgni 1. desember þegar 1. bekkur tendrar ljósin.

Jólatréð verður sett upp í Hólmgarði eftir helgina en þá kemur í ljós hvort íbúar hafa valið stafafuruna eða sitkagrenið, en líkt og á síðasta ári er íbúum gefinn kostur á því að velja jólatréð í ár.

Ennþá er hægt að taka þátt í valinu með því að smella hér.