Örvunarbólusetning á heilsugæslunni í Stykkishólmi

Örvunarbólusetning á heilsugæslunni í Stykkishólmi

Á þriðjudögum býður heilsugæslan í Stykkishólmi upp á frumbólusetningu og örvunarbólusetningu við COVID-19.

Vakin er sérstaklega athygli á því að ekki er boðað í örvunarbólusetningu.

Örvunarbólusetning er í boði fyrir 12 ára og eldri, þegar fimm mánuðir hafa liðið frá síðustu COVID-19 bólusetningu. Á heilsuvera.is má sjá hvenær síðasta bólusetning fór fram, brýnt er fyrir fólki að panta ekki tíma í örvunarbólusetningu fyrr en fimm mánuðir hafa liðið frá síðustu bólusetningu við COVID-19.

Heilsugæslan tekur á móti skráningum í bólusetningu í síma 432-1200 á opnunartíma, 8:00 - 16:00 alla virka daga.
Bólusett verður á þriðjudögum kl. 11:00-11:30, notast er við Pfizer bóluefni.

Hér má sjá auglýsingu heilsugæslunnar: