Hrekkjavaka haldin í Hólminum

Hrekkjavaka haldin í Hólminum

Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur fyrir hrekkjavökugöngu og böllum fyrir nemendur grunnskólans fimmtudaginn 28. október. 

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er stytting á All Hallows’ Evening sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu. Allraheilagramessa er er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar og er haldin 1. nóvember víðsvegar um heim.

Hólmarar þjófstarta gleðinni þetta árið með hrekkjavökugöngu fimmtudaginn 28. október. Gangan fer frá Grunnskólanum kl. 18:00 og verður gengið í hús á milli 18 og 19 þar sem börn safna sér nammi, eins og þekkt er. Gengið verður út frá þeirri reglu að banka megi uppá þar sem hús hafa verið skreytt í tilefni Hrekkjavökunnar.

Í kjölfarið, kl. 19:00-20:00 verður ball í matsal grunnskólans fyrir 1.-4. bekk. Aðgangseyrir: 500 krónur - Búningar, tónlist og gleði.

Að því loknu, kl. 20:00-21:00 verður ball fyrir 5.-7. bekk. Aðgangseyrir: 500 krónur - Búningar, tónlist og gleði.

Hólmarar eru hvattir til að skreyta húsin sín og taka þátt í gleðinni.