Mikið um að vera á Heilsudögum í Hólminum

Mikið um að vera á Heilsudögum í Hólminum

Heilsuefling verður áberandi í Stykkishólmi dagana 29. september til 3. október þegar haldnir er Heilsudagar í Hólminum sem hluti af ÍSÍ íþróttaviku Evrópu.

Dagskráin er hlaðin skemmtilegum heilsutengdum viðburðum og kynningum á íþróttastarfi hér í bæ sem hentar öllum aldri. Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að huga að heilsunni, bæði andlegri og líkamlegri. Undanfarna mánuði hefur minna verið af mannamótum og því um að gera að rífa sig í gang og taka þátt í heilsudögunum. Hólmarar og gestir bæjarins eru hvattir til að mæta á viðburði og taka þátt í skemmtilegri viku. Vakin er sérstaklega athygli á því að frítt er í sundlaugina út þennan mánuð.

Smelltu á myndina hér að neðan til að skoða dagskrá Heilsudaga í Hólminum: