Nýtt götukort af bænum

Nýtt götukort af bænum

Félag atvinnulífs í Stykkishólmi hefur látið útbúa götukort af bænum. Kortið er hluti af verkefni sem hlaut styrk frá Stykkishólmsbæ og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Kortið er teiknað af Ómari Smára Kristinssyni og eiginkona hans Nína Ivanova sá um umbrotið. Kortið er afar nákvæmt og eins og má sjá þá er mikil teiknivinna á bakvið það. Hvert eitt og einasta hús er teiknað upp eftir ljósmyndum og gögnum.

Um er að ræða virkilega fallegt kort sem hægt er að nálgast m.a. í Norska húsinu, ráðhúsinu og sundlauginni. Kortunum verður einnig dreift í fyrirtæki í bænum.