Ratleikjaapp: góð afþreying, heilsubót og fræðsla fyrir gesti og gangandi í Hólminum

Ratleikjaapp: góð afþreying, heilsubót og fræðsla fyrir gesti og gangandi í Hólminum

Við minnum á Ratleikja Appið sem er auðvelt og skemmtilegt leikjaapp fyrir alla fjölskylduna.

Appið býður upp á ratleiki og er aðgengilegt öllum.  Appið er auðvelt í notkun, en leikirnir eru bæði fyrir unga sem aldna.

Appið, sem er ókeypis, má nálgast hér

Notendur er að leita að stjörnu í umhverfinu út frá vísbendingum. Markmið ratleiksins er að ferðast um bæjarfélög og kynnast skemmtilegum stöðum í bænum, ásamt því að safna stjörnum sem birtast í þrívídd á símaskjánum við hin ýmsu kennileiti víðsvegar um bæinn. Þegar leikur hefst opnast myndavél í síma notandans, á völdum stöðum má svo finna stóra stjörnu á skjánum, eins og sjá má á myndinni hér að ofan.