Laus staða

Laus staða

Aðstoðarskólastjóri

Aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskólans í Stykkishólmi.

Aðstoðarskólastjóri er hluti stjórnendateymis grunnskóla og tónlistarskóla bæjarins og staðgengill skólastjóra. Grunnskólinn í Stykkishólmi og Tónlistarskóli Stykkishólms verða samreknir frá upphafi skólaársins 2021-22 og verður aðstoðarskólastjóri hluti stjórnendateymis beggja skóla.

Leitað er að leiðtoga með mikinn metnað fyrir menntun barna og unglinga sem hefur öfluga faglega sýn á skólastarfið, hlutverki stjórnendateymisins við skólana og samvinnu þess og uppbyggingu skólastarfsins sem hvetjandi starfsumhverfis fyrir nemendur og starfsfólk.

Helstu verkefni og ábyrgð
Að vera hluti stjórnendateymis grunnskóla og tónlistarskóla og taka þátt í því að stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólanna og veita þeim faglega forystu á sviði kennslu og þróunar
Tekur sem hluti stjórnendateymis þátt í mannauðsstjórnun við skólana með það að markmiði að tryggja hvatningu og endurgjöf og byggja upp öfluga og árangursríka vinnustaðamenningu í skólunum. Aðstoðarskólastjóri sinnir m.a. ráðningum, skipulagi vinnutilhögunar og starfsþróun
Tekur sem hluti stjórnendateymis þátt í samstarfi aðila skólasamfélagsins og mótun framtíðarsýnar, í samræmi við skólastefnu Stykkishólmsbæjar og lög og reglur sem gilda um skólastarfið
Þátttaka í forystu við að skapa hvetjandi umhverfi sem eflir áhuga nemenda og árangur
Er staðgengill skólastjóra tónlistarskóla og grunnskóla bæjarins
Menntunar- og hæfniskröfur
Viðeigandi almenn og sérhæfð hæfni m.t.t. starfs aðstoðarskólastjóra, skv. 4. og 5. gr. laga nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, og leyfi til að nota starfsheitið kennari. Sérstök áhersla er lögð á sérhæfða hæfni sem snýr að skólaþróun, stjórnun, rekstri og stjórnsýslu
Reynsla af kennslu á grunnskólastigi eða í tónlistarskóla
Stjórnunarhæfileikar og leiðtogafærni, þ.m.t. hæfni til að leiða hóp og skapa hvetjandi starfsumhverfi fyrir nemendur og starfsfólk
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar
Skýr framtíðarsýn í skólamálum
Skýr sýn um árangurs- og lausnamiðaða nálgun í starfi
Einlægur áhugi á metnaðarfullu skólastarfi
Frumkvæði, fagmennska, skipulagshæfni, nákvæmni og stundvísi
Góð færni í íslensku