Hlaðvarp um starfsemi SSV

Hlaðvarp um starfsemi SSV

Vesturland í sókn er nýr hlaðvarpsþáttur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem fylgst er með störfum og verkefnum þeirra sem vinna að því að þróa og bæta innviði og atvinnutækifæri á Vesturlandi. Til stendur einnig að vera með ýmiskonar umfjöllun um Vesturland.

Fyrsti þátturinn, Hvað er SSV?, er kominn á Spotify en fljótlega verður einnig hægt að nálgast þættina á heimasíðu SSV.

Fyrsta þáttinn má nálgast hér