
Rúmlega 43 milljónir úthlutaðar til 92 verkefna
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands var haldin sl. föstudag. Þetta er sjöunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna í samræmi við Sóknaráætlun Vesturlands.
Veittir voru 92 verkefnastyrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Heildarupphæð styrkja nam 43.270.000 króna.
Alls bárust 124 umsóknir og í heildina sóttu verkefnin samanlagt um rúmlega 176 mkr.
Á meðal þeirra verkefna sem hlutu styrk voru nokkur frá Stykkishólmi, má þar nefna eftirfarandi:
Verkefni | Umsækjandi | Styrkupphæð |
Klifurveggur í Stykkishólmi | Kontiki ehf. | 500.000 kr. |
Finsen's súkkulaði | Hafnargata ehf. | 500.000 kr. |
Menningardagskrá í Stykkishólmi 2021 | Félag atvinnulífs í Stykkishólmi | 500.000 kr. |
Rannsóknarstofa Árna Thorlaciusar | Anok Margmiðlun ehf. | 250.000 kr. |
Skotthúfan 2021 | Norska húsið | 250.000 kr. |
Júlíana hátíð sögu og bóka | Júlíana, félagasamtök | 300.000 kr. |
Menningardagskrá í Norska húsinu | Norska húsið | 500.000 kr. |
Þetta var fyrri úthlutun ársins en síðsumars verður aftur úthlutað í flokki atvinnu- og nýsköpunarstyrkja. Á föstudaginn sl. hlutu 68 verkefni á sviði menningar styrk sem námu 26.000.000 kr. , 17 verkefni hlutu styrk til atvinnuþróunar upp á alls 11.970.000 kr. og þá voru veittar 5.300.000 kr. til stofn- og rekstarstyrkja á sviði menningar.
Hægt er að sjá lista yfir öll þau verkefni sem hlutu styrk í frétt á vef SSV.