Íbúar velja jólatréð í ár

Íbúar velja jólatréð í ár

Stykkishólmsbær hefur frá árinu 1984 þegið grenitré frá vinabænum, Drammen í Noregi. Nú í ár verður þó breyting á þessu. Í samræmi við sjálfbærnistefnu Snæfellsness og með vaxandi umhverfisvitund og umræðu um loftslagsmál var tekin ákvörðun um að sækja ekki vatnið yfir lækinn og nýta þau tré sem vaxa í nágrenni bæjarins í stað þess að þiggja fleiri tré frá Drammen. Bæjarstjórn sendi þakkarbréf til Drammen og þakkaði fyrir þau 35 grenitré sem Hólmurum voru gefin í gegnum tíðina, sem vott um þakklæti og tákn um vináttu og gott samstarf vinabæjanna.

Íbúar velja jólatréð í ár

Í samvinnu við skógræktarfélag Stykkishólms hafa tvö tré í Sauraskógi verið valin sem koma til greina sem jólatré Hólmara í ár. Íbúum er nú boðið að velja hvort tréð verður sett upp í Hólmgarðinum sem jólatréð í ár.

Valið stendur á milli:

Sitkagreni gróðursett árið 1970,
Stafafura gróðursett árið 1977

 

VALIÐ FER FRAM NEÐST Í FRÉTTINNI.

 

Stefnt er að því að tendra ljósin á trénu fyrsta dag aðventu, sunnudaginn 29. nóvember, við hátíðlega athöfn. Þetta tekur þó mið að afstæðum í samfélaginu og er verið að skoða útfærsluatriði á þessum rótgróna viðburði m.t.t. sóttvarnarlaga. Nánari upplýsingar um það verða auglýstar síðar.

Myndir af trjánum

Hér að neðan má sjá myndir af trjánum sem valið stendur á milli ásamt staðsetningu á korti og GPS hnitum. Bæði tré hafa verið vel merkt svo ekki fari á milli mála hvaða tré koma til greina. Nú er því um að gera fyrir Hólmara að fá sér göngu í Sauraskógi og skoða bæði tré gaumgæfilega áður en valið er.

Stafafura gróðursett árið 1977, (65°0'40.1793 N 22°42'22.5996 W)

Sitkagreni gróðursett árið 1970, (65°0'47.0203 N 22°42'5.8517 W)

Staðsetning trjánna