Heilsuefling 60+ hefst á ný

Heilsuefling 60+ hefst á ný

Þriðjudaginn 15. september kl. 9:00 hefst heilsuefling 60+ á ný með tímum í íþróttasal. Í samráði við stjórn Aftanskins var ákveðið að ekki væri tímabært að bjóða uppá tíma í ræktinni að svo stöddu.

Tímar í sal verða tvisvar í viku:

Þriðjudaga, kl. 9:00 - 10:00
Fimmtudaga, kl. 12:30 - 13:30

Nú er kominn tími til að dusta rykið af stuttbuxunum og íþróttaskónum.

Mánudaginn 14. september kl. 10:00 verður kaffispjall á vegum Aftanskins í Safnaðarheimili Stykkishólmskirkju, farið verður yfir starf vetrarins.

Minnum á að virða fjarlægðarmörkin.