Félagsleg íbúð til úthlutunnar

Félagsleg íbúð til úthlutunnar

Stykkishólmsbær tilkynnir hér með að laus er til úthlutunar 82 fm. félagslega íbúð að Skúlagötu 9, Stykkishólmi.

Fundur velferðarnefndar sem tekur afstöðu til umsókna verður haldinn mánudaginn 7. september n.k. kl. 17.00. Á fundinum verður afstaða tekin til gildra umsókna sem þá liggja fyrir og vilji menn koma að nýjum umsóknum þurfa þær að berast á skrifstofu Stykkishólmsbæjar eigi síðar en kl. 15.00 þann dag á þar til gerðu eyðublaði.

Um úthlutun íbúðarinnar gilda neðangreindar reglur Stykkishólmsbæjar um leigurétt og úthlutuná félagslegum leiguíbúðum. Vakin er sérstök athygli á þeim gögnum sem fylgja þurfa umsókn.

Fjárhæð leigu fer eftir gjaldskrá og er nú kr. 113.977,- þ.m.t. húsfélagsgreiðsla.

Nánari upplýsingar veitir Ríkharður Hrafnkelsson á skrifstofu Stykkishólmsbæjar.

Reglur Stykkishólmsbæjar um leigurétt og úthlutun á félagslegum leiguíbúðum má skoða hér.