Lausar lóðir til úthlutunnar við Hamraenda í Stykkishólmi

Lausar lóðir til úthlutunnar við Hamraenda í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær auglýsir Hamraenda 4, 6 og 8 í Stykkishólmi lausar til úthlutunnar. Svæðið er skilgreint sem athafnarsvæði samkvæmt aðalskipulagi.  

Hægt er að sameina allar lóðirnar í eina ef fyrirhuguð starfsemi þarfnast þess og skal það koma fram í  umsókn.

Þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu þarf að fara fram grenndarkynning í samræmi við ákvæði 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010  á fyrirhugaðri uppbyggingu áður en framkvæmdir hefjast.

Lóðunum er úthlutað samkvæmt úthlutunarreglum Stykkishólmsbæjar sem sjá má hér

Umsóknarfrestur til að skila inn umsóknum er til og með 5. ágúst 2020. Berist fleiri en ein umsókn að lokinni auglýsingu, þ.e. 4. ágúst, og uppfylli þær skilyrði framangreindra úthlutunarreglna Stykkishólmsbæjar skal hlutkesti ráða úthlutun, en eftir þann tíma skal úthluta þeim til fyrsta umsækjanda sem eftir leitar að uppfylltum skilyrðum reglnanna. 

Sækja má um lóðina/lóðirnar í íbúagátt Stykkishólmsbæjar ("Umsóknir" -> "Umsókn um lóð")

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í Ráðhúsinu, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða í síma 433-8100 eða á heimasíðu bæjarins, stykkisholmur.is.

Svæðið er sýnt hér fyrir neðan til upplýsinga, en um leiðandi mynd fyrir svæðið er að ræða.