Baldur aftur á áætlun

Baldur aftur á áætlun

Ferjan Baldur er komin í lag eftir að bilun kom upp í vél ferjunnar í lok júnímánaðar. Varahlutir komu til landsins í gær og gekk viðgerð hratt og örugglega fyrir sig. Búið er að fara í prufusiglingu sem gekk vel og hefjast því áætlunarsiglingar ferjunar aftur í dag.