Margt á döfinni um helgina

Margt á döfinni um helgina

Helgina 4.-5. júlí verður mikið um að vera í Stykkishólmi. Skotthúfan 2020, þjóðbúningadagur Norska hússins, verður haldin laugardaginn 4. júlí næstkomandi. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar hér.

Lokagreinar Vestfjarðarvíkingsins, keppni sterkustu manna landsins, fara fram í Stykkishólmi sunnudaginn 5. júlí. Keppt verður í kasti yfir vegg kl. 17 á túninu fyrir framan gömlu kirkjuna og svo í blandaðri grein á planinu við hafnarvogina. Að því loknu fer fram verðlaunaafhending. Hægt er að kynna sér dagskrá Vestfjarðarvíkingsins 2020 í heild sinni hér.

Ari Eldjárn verður með uppistand á Hótel Stykkishólmi kl. 21:30 föstudagskvöldið 3. júlí. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir. Þar að auki sendir Reykjavík Síðdegis út í beinni útsendingu frá hótelinu á milli kl. 16:00-18:30

Þar að auki hafa Sjávarpakkhúsið, Skúrinn og Skipper einnig auglýst  eftirfarandi viðburði á sínum vegum laugardaginn 4. júlí.

Kl. 15:00-17:00. Hljómsveitin ÞRÍR spilar á pallinum við Sjávarpakkhúsið, kokkarnir bjóða smakk af bláskel & barinn verður færður út á pall (frítt inn).

Kl. 16:00-17:00. Hot wings kappát á Skúrnum, kappát á Skúrsvængjum sem verða sterkari og sterkari með hverjum væng. takmarkað sætaframboð (þátttökugjald 1000 kr.).

Kl. 20:30-23:00. DJ Doddi litli á Skipper, 80's og 90's partý með DJ Dodda litla á Skippernum (frítt inn).

Á vefsíðunni visitstykkisholmur.is má finna lista yfir viðburði og hátíðir sem eru á dagskrá í Stykkishólmi.