Vestfjarðarvíkingurinn í Stykkishólmi

Vestfjarðarvíkingurinn í Stykkishólmi

Vestfjarðarvíkingurinn 2020, keppni sterkustu manna landsins fer fram dagana 4. og 5. júlí nk. Lokagreinar keppninar fara fram á sunnudeginum í Stykkishólmi ásamt verðlaunaafhendingu.

Keppnin hefst á hádegi, laugardaginn 4. júlí, í Búðardal og færist þaðan yfir á Hellissand kl. 18.

Sunnudaginn 5. júlí hefst keppni á hádegi í Ólafsvík þar sem keppt verður í bíladrætti. Seinni partinn, kl. 17, heldur keppni áfram í Stykkishólmi þar sem keppt verður í kasti yfir vegg á túninu á móti gömlu kirkjunni og að lokum verður keppt í blandaðri grein á planinu við hafnarvogina.

Dagskrá keppninar má sjá hér.