Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi frestað til ársins 2022

Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi frestað til ársins 2022

Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðu landsmóti 50+ sem fram átti að fara á þessu ári í Borgarnesi til næsta árs og að sama skapi frestast mótið sem halda átti í Stykkishólmi 2021 til 2022. 

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni, annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í  íþróttafélag, allir geta tekið þátt á sínum forsendum.

Framkvæmdir á íþróttavellinum í Stykkishólmi er liður í undirbúningi fyrir landsmótið en undanfana daga hefur verið unnið að því að endurnýja efni í hlaupabrautinni og fegra völlinn.