Umsögn Stykkishólmsbæjar um samgönguáætlun

Umsögn Stykkishólmsbæjar um samgönguáætlun

Dapurt ástand Skógarstrandarvegar hefur verið töluvert til umfjöllunar í kjölfar þess að frestur til að senda umsagnir til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna samgönguáætlunar rann út. Um er að ræða umsagnir um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 en auk þess 15 ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 – 2034. Nokkur sveitarfélög á Vesturlandi, þar á meðal Stykkishólmsbær, hafa gert athugasemdir við að hönnun og framkvæmdir við stofnveg 54 um Skógarströnd eru ekki á áætlun stjórnvalda á næstunni.

Fjallað er um umsögn Stykkishólmsbæjar í nýjasta tölublaði Jökuls. Einnig hefur Skessuhorn fjallað um málið.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar lagði á fundi sínum ,12. desember, þunga áherslu á að hönnun og framkvæmdir á vegi 54 um Skógarströnd verði flýtt eins og kostur er þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir við lagningu bundins slitlags við veginn sem fyrst. Auk þess að senda Alþingi umsögn sína fól bæjarstjórn bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar að koma á framfæri við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ítarlegri viðbótarumsögn um áætlunina.

Viðbótarumsögnina má sjá hér.

Fylgiskjöl viðbótarumsagnar má sjá hér.

Bæjarstjóri fer á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis nk. þriðjudag til þess að gera frekari grein fyrir umsögninni og alvarleika málsins.

Mynd: budardalur.is