Græna tunnan tæmd í dag

Græna tunnan tæmd í dag

Vegna veðurs hefjast sorphirðumenn handa við að tæma grænu tunnuna í dag, mánudag, en veðurspá fyrir miðvikudag og fimmtudag er slæm og því óvíst hvort að hægt verði að sinna sorphirðu þá. Ruslabíllinn verður því á ferðinni í dag og eru íbúar eru hvattir til þess að moka frá tunnum sínum þar sem þess er þörf. Eins eru íbúar hvattir til að fylgjast með veðri og gera viðeigandi ráðstafnair til að forða tunnum og rusli frá veðri og vindum.