Þrettándabrenna við Vatnsás

Þrettándabrenna við Vatnsás

Kveikt verður í þrettándabrennu við Vatnsás kl. 20:00.

Blysför verður kl. 19:45 frá Hólmgarði þaðan sem álfum og tröllum verður fylgt á brennu. Grunnskólabörn leiða fjöldasöng og syngja okkar vinnsælustu þrettándalög. Fólk er hvatt til þess að hafa söngtexta klára í símanum og taka vel undir.

Máninn hátt á himni skín -Nú er glatt í hverjum hól - Stóð ég út í tunglsljósi.

Á staðnum verður hægt að versla bolla af heitu súkkulaði fyrir 250 kr. frá ungmennum úr félagsmiðstöðinni X-inu. Flugeldasýning verður í umsjón Berserkja. Fjölmennum og kveðjum jólahátíðina saman.