Heilsuefling eldri borgara heldur áfram

Heilsuefling eldri borgara heldur áfram

Stykkishólmsbær hefur lagt sitt af mörkum við að styðja við heilsueflingu og stuðla að velferð eldra fólks með því að bjóða þeim íbúum, 60 ára og eldri, upp á fjölþætta heilsurækt. Í fyrra var sett á legg verkefni í samstarfi við Gunnhildi Gunnarsdóttur og Gísla Pálsson með það að markmiði að koma sem flestum í reglulega hreyfingu til að efla bæði líkamlega og andlega heilsu.

Öldungarráð Stykkishólmsbæjar hafði komið á framfæri vonum um að áframhald yrði á þessu góða starfi nú í haust sem var svo samþykkt á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn fimmtudag. Heilsueflingin hefst þriðjudaginn 9. september og  verða hópatímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30 auk þess verða opnir tímar með þjálfara í Átaki kl. 10:20 á miðvikudögum og kl. 9:30 á föstudögum.